Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á forsíðu bókarinnar er verk Jóhannesar Kjarvals, Andlit á Þingvöllum, um 1955.
Á forsíðu bókarinnar er verk Jóhannesar Kjarvals, Andlit á Þingvöllum, um 1955.
Menning 19. janúar 2023

Helgistaður allra Íslendinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingvellir í íslenskri myndlist er án efa glæsilegasta bókin sem kom út á síðasta ári. Í bókinni, sem er í stóru broti, er að finna myndir af 269 verkum eftir 104 listamenn sem tengjast Þingvöllum og sögu staðarins.

Þingvellir hafa lengi verið vinsælt viðfangsefni íslenskra og erlendra myndlistar- manna. Í bókinni er í fyrsta sinn gefið ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og þróun hennar í gegnum tímann, allt frá elstu myndum til dagsins í dag.

Unnið var mikið starf við söfnun, skráningu og ljósmyndun listaverka sem fjalla um náttúru og sögu Þingvalla í fortíð og nútíð.

Auk verka gömlu meistaranna er að finna fjölda smáverka, teikninga, vatnslitaskissa, pennateikninga og grafíkverka sem tengjast Þingvöllum í bókinni.

Glæst fortíð, þögn og sársauki

Í kynningu með bókinni segir að með verkum sínum hafa myndlistarmenn kennt okkur að meta náttúrufegurð Þingvalla en þeir hafa líka gert sögu Þingvalla að viðfangsefni, dregið upp myndir af glæstri fortíð og jafnframt kafað í þögn og sársauka. Í umfjölluninni er fléttað saman myndum um þjóðlíf á Þingvöllum. Meðal annars eru myndir með sögulega vísan, myndir um ferðalög um svæðið, myndir um nytjar vatnsins, búskap, berjatínslu og myndir sem tengjast álfa- og huldufólkstrú Íslendinga.

Auk þess sem lífið í hrauninu, mosinn, stórar og smáar bergmyndanir, kjarr, blóm og litbrigði vatnsins og haustlitanna fá sinn sess.

Samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags

Útgáfa bókarinnar var samþykkt af Alþingi einróma 17. júlí 2018 á 100 ára afmæli fullveldis. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. Ritstjórar eru Aðalsteinn Ingólfsson og Sverrir Kristinsson. Bókin er sannarlega glæsilegur gripur fyrir áhugafólk um myndlist og þeirra sem láta sér sögu Þingvalla og myndlistar varða. Hún er í stóru broti þar sem myndir og texti njóta sín vel.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...