Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ungir sem aldnir koma saman og taka til hendinni í Frúargarðinum. Staðarbúar komu saman í júní og lyftu grettistaki í garðinum og fögnuðu – í kjölfarið –með götugrilli í Skemmunni kaffihúsi.
Ungir sem aldnir koma saman og taka til hendinni í Frúargarðinum. Staðarbúar komu saman í júní og lyftu grettistaki í garðinum og fögnuðu – í kjölfarið –með götugrilli í Skemmunni kaffihúsi.
Menning 10. ágúst 2023

Hvanneyrarhátíð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ærið verður um að vera á Hvanneyri aðra helgina í ágúst, en laugar- daginn þann tólfta verður hin sívinsæla Hvanneyrarhátíð haldin á milli kl. 13–17.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans, mun setja hátíðina kl. 13.30 á kirkjutröppunum en í kirkjunni má hlýða á ljúfa tóna yfir daginn. Þar munu Reynir del Norte, einn helsti fulltrúi spænsks gítarleiks á Íslandi, og Þórarinn Torfi, gítarleikari og söngvaskáld , flytja nokkur lög hvor.

Landbúnaðarsafn Íslands býður gestum að líta við án endurgjalds og verða gamlar dráttarvélar og annað áhugavert til sýnis fyrir utan. Einnig verður boðið upp á andlitsmálun og geta ungir sem aldnir tekið þátt í leikjum og sprelli á vegum Ungmennafélagsins Íslendings. Keppt verður í dráttarvélaakstri eins og vani er, merk saga Frúargarðsins verður sögð auk þess sem gestir geta séð sýninguna „Konur í landbúnaði í 100 ár“ á lofti Halldórsfjóss. Hægt verður að gæða sér á veitingum í Skemmunni kaffihúsi og Kvenfélagið 19. júní verður einnig með veitingasölu. Þá verður markaður í hlöðunni með handverk og góðgæti beint frá býli og opið fjós hjá Hvanneyrarbúinu sem gaman er að heimsækja. Þá sýnir Álfheiður Marinósdóttir, kennslustjóri LbhÍ, býflugnabúin sín og hægt verður að horfa á gömul myndbrot í sögu og viðburðum frá Hvanneyri.

Dagskránni lýkur kl. 17 en kl. 20 verður brekkusöngur á kirkjuhólnum ef veður leyfir, annars þenja gestir og gangandi raddbönd sín í hlöðu Halldórsfjóss. Fyrir sundglaða má minna á að Hreppslaug er opin til klukkan 22.

Fjölmenningarhátíð í Aratungu
Líf og starf 29. október 2024

Fjölmenningarhátíð í Aratungu

Menning hinna ýmsu landa verða í forgrunni á fjölmenningarhátíð í Aratungu í Blá...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 28. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn Jákvæð breyting verður í vinnumálum vatnsberans sem gefur honum rýmr...

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur
Líf og starf 28. október 2024

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið heilbrigðisþjónustunni nýjan hugbúnað.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...