Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Menningarveisla Sólheima
Líf&Starf 2. júní 2015

Menningarveisla Sólheima

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sólheimar fagna í ár 85 ára afmæli og verður Menningarveisla sett í  10. skipti laugardaginn 6. júní kl. 13.00.

Ómar Ragnarsson heiðra samfélagið með nærveru sinni og opna Menningarveisluna með formlegum hætti. Það eru allir velkomnir á opnunina en þá verða sýningar formlega opnaðar og verða fyrstu tónleikar Menningarveislunnar með íbúum Sólheima. 

Metnaðarfull dagskrá hefur verið undirbúin og mun veislan standa fram til 22 ágúst. Í ár eru 30 ár síðan Reynir Pétur gekk hringinn í kringum Ísland með eftirminnilegum hætti. 

Sett hefur verið upp sýning í íþróttaleikhúsi Sólheima til að minnast þess merka atburðar, en íþróttaleikhúsið er einmitt sú bygging sem safnað var fyrir með göngunni.

Ljósmyndasýningar hafa verið settar upp, umhverfistengdar sýningar eru í Sesseljuhúsi auk þess sem fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar verða í boði í allt sumar. 

Sýning á listmunum íbúa verður í Ingustofu, en þar verður að finna verk sem íbúar hafa unnið á vinnustofum Sólheima. Tónleikar eru alla laugardaga í Sólheimakirkju þar sem fjölbreyttur hópur listamanna mun koma fram. Lögð hefur verið sérstök áhersla á fjölbreytileika í dagskrá Menningarveislunnar og mun t.d. Háskólalestin koma í heimsókn, hestadagar verða í boði, brúðuleikhús og sænskur fjöllistahópur svo eitthvað sé nefnt. 

Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ókeypis er á alla viðburði og er það von íbúa Sólheima að sem flestir komi í heimsókn og njóta þess einstaka samfélags sem Sólheimar er og fagni með okkur 85 ára afmælisárinu.

Skylt efni: Sólheimar | hátíð | uppákomur

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....