Ánamaðkar þrífast illa í jarðvegi með miklu plasti
Rannsóknir á ánamöðkum sýna að þeir þrífast illa í jarðvegi sem er mengaður af plasti eða míkróplastögnum.
Ánamaðkar eru nauðsynlegir í jarðvegi til að brjóta niður lífræn efni í næringu fyrir gróður, auk þess sem þeir auðvelda loftskipti og vatnsrennsli. Ný rannsókn sýnir að ánamaðkar í jarðvegi þar sem er að finna mikið plast eru minni en ánamaðkar í hreinum jarðvegi. Ýmislegt bendir einnig til að starfsemi þeirra sé minni í jarðvegi sem mengaður er plasti en þar sem minna af plasti finnst.
Höfundur skýrslu í kjölfar rannsóknarinnar sagði að ekki væri vitað fyrir víst hvers vegna ánamaðkar í jarðvegi með mikið af plastögnum væru léttari en í jarðvegi lausum við plastefni. Hann sagði samt líklegt að plastagnirnar hefðu slæm áhrif á meltingarkerfi ánamaðkanna.
Í skýrslunni segir einnig að ekki sé nóg með að plast í jarðvegi dragi úr frjósemi þeirra heldur séu litlir ánamaðkar ekki eins afkastamiklir þegar kemur að því að auka frjósemina og auðga vistkerfið.