Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Jaki 23402
Jaki 23402
Á faglegum nótum 2. júlí 2024

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2023

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML

Hér er nú kynntur sjötti árgangur Angus- holdanauta frá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Guðmundur Jóhannesson.

Þessir gripir eru tilkomnir með sæðingu hreinræktaðra Angus-kúa með innfluttu sæði úr Jens av Grani NO74061, Laurens av Krogedal NO74075 og Manitu av Høystad NO74081. Hér eru því á ferð hreinræktaðirúrvalsgripir. Á einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti eru gerðar miklar kröfur hvað smitvarnir varðar og hafa þessir gripir nú lokið einangrun og fengið grænt ljós hvað snertir sæðistöku og dreifingu sæðis sem og sölu frá stöðinni.

Holdanautakynið Aberdeen Angus er óþarft að kynna enda kjötgæði þess rómuð og kjötnýting mjög góð. Kynið hentar vel þar sem áhersla er lögð á nýtingu beitar og gróffóðurs ásamt góðum móðureiginleikum, mjólkurlagni og léttan burð. Það hentar því vel í t.d. blendingsrækt þar sem burðarerfiðleikar eru fremur fátíðir.

Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (NautÍs) hefur frá upphafi lagt sérstaka áherslu á góða dætraeiginleika þeirra nauta sem notuð hafa verið þar til uppbyggingar á Angus- holdagripastofni hérlendis. Má þar nefna létta burði og kjötgæði að ógleymdum mæðraeiginleikum þó áherslan færist smám saman yfir á kjötgæðaeiginleika. Á árinu 2018 fæddust kálfar undan Li‘s Great Tigre NO74039 og First Boyd fra Li NO74033 og á árinu 2019 var um að ræða gripi undan Hovin Hauk NO74043 og Horgen Erie NO74029. Á árinu 2020 var eingöngu um að ræða kálfa undan Emil av Lillebakken NO74028. Allt eru þetta naut sem gefa góðar mæður. Á árinu 2021 litu dagsins ljós kálfar undan Emil av Lillebakken sem og Jens av Grani NO74061, en þá brá svo við að undan Emil komu bara kvígur og allir nautkálfarnir það árið undan Jens. Árið eftir fæddust svo gripir undan Jens av Grani, Laurens av Krogedal, Ivar fra Li NO74047 og Kid av Vølstad NO74068. Í fyrra litu svo dagsins ljós gripir undan Jens av Grani, Laurens av Krogedal og Manitu av Høystad. Undan Jens komu tvö naut, undan Laurens sjö naut og fimm kvígur og undan Manitu þrjú naut og ein kvíga.

Jens av Grani NO74061, f. 21. janúar 2014, hjá Kirsti Mæland og Harald Dahl í Holter í Nannestad í Akershus sem útleggja mætti á íslensku sem að Jens væri frá Holtum í Nönnustað í Akurhúsum. Faðir Jens er HIOE8 Ayrvale Bartel E8 frá Ástralíu og móðirin Evy av Grani undan Hovin Velixir NO74011 sem var aftur undan Ankonian Elixir frá Bandaríkjunum.

Jens er gott alhliða kynbótanaut sem gefur léttan burð, bæði hjá kúm og kvígum, auk góðra kjötgæða- og mæðraeiginleika. Fæðingarþungi kálfa er undir meðallagi en vaxtarhraði góður. Því eru fallþungatölur afkvæma Jens mjög góðar en holdflokkun undir meðallagi og gripirnir í feitari kantinum. Dætur Jens hafa góða burðareiginleika og þungi afkvæma þeirra við 200 daga aldur er mikill. Jens er því öðru fremur góður kýrfaðir.

Laurens av Krogedal NO74075, f. 22. janúar 2016, hjá Torfinn Bakke í Krogedal austur af Sandnes í Rogalandi í SV-Noregi. Til þess að tengja lega þess við þekktari stað þá stendur það í suðaustur frá Stavanger, í um 34 km aksturveglengd þaðan. Faðir Laurens er Horgen Erie NO74029 og hann er því hálfbróðir þeirra Eiríks 19403-ET og Máttar 19404-ET.

Móðir Laurens er NO31897 av Krogedal undan Dole av Krogedal NO58361 og NO25207 av Krogedal sem aftur var undan Oluf av Bakken NO53455.

Laurens býr yfir miklum kjötgæðaeiginleikum. Fæðingarþungi kálfa er mikill og því ber aðeins á erfiðum burði. Vaxtarhraði er góður. Dætur Laurens hafa góða burðareiginleika en eru undir meðaltali í þunga afkvæma sinna við 200 daga aldur. Fallþungi afkvæma Laurens er mikill og hold- og fituflokkun mjög góð. Hér er því á ferðinni gott kynbótanaut, einkum hvað kjötgæðaeiginleika snertir.

Manitu av Høystad NO74081, f. 28 . janúar 2017, hjá Svein Eberhard Østmoe á Høystad í Koppang í Stor Elvdal i Innlandet. Á íslensku mætti snara þessu sem að Svein búi á Hástað í Stóra Fljótsdal í Innsveitum. Bærinn stendur á bökkum Glomma (Glámu), lengstu ár Noregs, rúmlega 100 km norður af Hamri. Svein er formaður Angus-nautgriparæktarfélagsins í Noregi og okkur að góðu kunnur, hefur heimsótt NautÍs og fleiri bú hérlendis. Nokkur fjöldi Angus-gripa hérlendis er ættaður frá Høystad en fósturvísar frá búinu mynduðu grunninn að ræktunarkjarnanum á Stóra-Ármóti. Faðir Manitu er GB542697200703 Netherton Americano M703 frá Bretlandi og móðirinn, Gloria av Grani, er undan CA1469322 HF El Tigre 28U sem er faðir Stóra Tígurs, Li‘s Great Tigre NO74039.

Manitu gefur fremur stóra kálfa og burður því aðeins erfiður. Vaxtargeta afkvæma hans er mikil og flokkun góð, sérstaklega hvað fituflokkun varðar. Dætur Manitu hafa góða burðareiginleika og afkvæmi þeirra hafa mikinn þunga við 200 daga aldur. Manitu er því gott alhliða kynbótanaut.

Kynning og lýsing nautanna byggir á línulegu útlitsmati og umsögn þeirra Ditte Clausen og Lindu Margrétar Gunnarsdóttur, ráðunauta hjá RML.

Þegar þetta er skrifað er sæðistaka úr þessum nautum nýhafin og því liggur ekki fyrir hver árangur úr henni verður. Það er þó ljóst að einhver þessara nauta munu koma til almennrar dreifingar seinna í sumar. Að lokinni sæðistöku verða nautin flutt til væntanlegra kaupenda utan að Lundi og Jaki verða fluttir að Hesti þar sem ætlunin er að taka úr þeim sæði til kyngreiningar.

Að lokum er hér svo tafla sem nota má til þess að skoða hver skyldleiki þessar nauta er gagnvart notkun á þeim. Sýnt er með litum hvort rétt sé að nota viðkomandi naut á dætur eldri Angus-sæðinganauta út frá innbyrðis skyldleika.

Ef við tökum dæmi má sjá að Leynir 23401 er of skyldur dætrum Lilla 22402 og Laka 22403, nokkuð skyldur dætrum Vísis 18400, Draums 18042, Baldurs 18403, Eiríks 19403 Máttar 19404, Jóakims 21403 og Jenna 21405 en lítt skyldur dætrum Vals 19402, Erps 20402 og Eðals 20403.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...