Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Boring – tóm leiðindi
Á faglegum nótum 9. apríl 2018

Boring – tóm leiðindi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1916 fékk Charles E. Boring frá Illinois í Bandaríkjunum einkaleyfi á dráttarvél sem hann hannaði og smíðaði sjálfur. Þrátt fyrir að nafnið væri ekki það heppilegasta nefndi Charles dráttarvélina í höfuðið á sér og fékk hún nafnið Boring. Á íslensku héti traktorinn því Leiðinlegur.

Boring starfað um tíma í stáliðnaði og við framleiðslu á sporvögnum en lét sig dreyma um að framleiða litla og hentuga dráttarvél fyrir smærri býli. Frumgerðin var reynd við margs konar aðstæður til að finna á henni galla áður en hún fór í framleiðslu.

Þrátt fyrir heitið hóf Boring Tractor Co. fyrirtækið að framleiða dráttarvélar árið 1918. Fyrsta týpan sem framleidd var kallaðist Boring 12-25, fjögurra strokka margnota dráttarvél með áfestanlegum plógi sem sagt vað að tæki innan við hálftíma að tengja við traktorinn.

Þriggja hjóla

Boring 12-25 var þriggja stálhjóla dráttarvél með tveimur stórum hjólum að framan og einu litlu að aftan og var plógurinn staðsettur milli framhjólanna og undir vélinni. Hægra framhjólið var knúið áfram með keðju sem var tengd öxli sem vélin sneri. Auk þess var hægt að hæðarstilla vinstra framhjólið í sömu hæð eða dýpt og plóginn. Ökumannssætið var staðsett ofan við litla hjólið að aftan og var það jafnframt stýrishjólið.

Erfiður rekstur

Frátt fyrir góðan vilja og talsverða eftirspurn náði fyrirtækið sér aldrei á strik. Deilur komu upp meðal hluthafa um hvert skyldi stefnt, sem leiddi til þess að Boring Tractor Co. gat ekki staðið við skuldbindingar hvað framleiðslu varðaði né arð til hluthafa. Meðal skuldbindinga sem fyrirtækið gat ekki staðið við var pöntun á 30 dráttarvélum sem áttu að fara til Frakklands og undir lokin vöru söluaðilar farnir að reyna að losna við traktorana á hálfvirði.

Framleiðslu á Boring 12-25 var hætt árið 1922.

Nýhönnun

Boring var ekki af baki dottinn og hannaði vél sem hægt var að nota á vélar sem áður höfðu verið knúnar hestum og fékk einkaleyfi á þeim árið 1924. Sú vél fór aldrei í framleiðslu.
Síðar hannaði hann vélar til að sópa götur og verksmiðjugólf og garðsláttuvélar.

Einn í hjólhýsi með minningunum

Á fimmta áratug síðustu aldar bjó Boring eignalítill og flestum gleymdur í hjólhýsi í Illinois. Seinna, þegar hann var fluttur á elliheimili, fannst kista full af auglýsingabæklingum, teikningum, myndum og blaðaúrklippum um Boring-dráttarvélarnar. Kistan er í dag geymd á safni og er innihald hennar ómetanleg heimild um þennan einstaka traktor.

Ekki er vitað hversu margar dráttarvélar af gerðinni Boring voru framleiddar en þær eru eftirsóttir safngripir í dag. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...