Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Challenger á heimsmetið í herfingu
Á faglegum nótum 2. október 2018

Challenger á heimsmetið í herfingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undir lok þar síðustu aldar voru Bandaríkjamennirnir Benjamin Holt og Daniel Best að gera, hvor í sínu lagi, tilraunir með gufuvélar til notkunar í landbúnaði. Báðir urðu þeir síðar frumkvöðlar í hönnun og smíði bensín- dísilknúinna dráttarvéla.

Á þeim árum sem Holt og Best voru að ströggla við gufuvélar voru slík tæki allt í senn stór, þung og klunnaleg. Iðulega kom fyrir að þunglamalegir og gufuknúnir traktorar festust og stóðu fastir í blautum jarðvegi í marga daga áður en tókst að ná þeim upp. Til að leysa þetta vandamál stakk Holt upp á að í stað dekkja yrðu sett belti undir dráttarvélarnar og yfirborðssnerting þeirra við jarðveginn aukin verulega.

Fyrsta beltagufudráttarvélin var reynd 1904 og þótti standa hefðbundnum hjólavélum mun framar í blautum og lausum jarðvegi. Nokkrum árum seinna var fyrsti bensínknúni traktorinn á beltum framleiddur og fékk hann nafnið Caterpillar.

Um svipað leyti stofnaði C. L. Best, sonur Daniels Best, fyrirtæki sem ætlað var að framleiða bensínknúnar dráttarvélar á hjólum en hóf þegar að prófa sig áfram með beltavélar. Fyrsta beltavélin frá fyrirtæki Best-feðga var 75 hestöfl og fékk heitið CLB Tracklayer og þótti á ýmsan hátt nýstárleg og var meðal annars útfærð sem skriðdreki.

Samruni Best Tractor Co. og Caterpillar Tractor Co.

Árið 1925 runnu Best Tractor Co. og Caterpillar Tractor Co. í eina sæng undir heiti Caterpillar og hóf fljótlega framleiðslu á dísilknúnum dráttarvélum í stærri kantinum.


Challanger á markað

Undir lok níunda áratugar setti fyrirtækið á markað dráttar­vélar undir heitinu Challanger. Dráttar­vélin var hönnuð með það í huga að fljóta sem mest á jarðveginum. Næstu árin setti fyrirtækið á markað sífellt stærri og tæknilega endurbættari útgáfur af Challanger dráttar­vélum og var Challenger MT875B þeirra öflugastur, 570 hestöfl.

AGCO kaupir Challander

Árið 2002 keypti AGCO framleiðslu­réttinn að Challenger dráttarvélum. Fyrstu árin eftir kaupin framleiddi fyrirtækið nokkra týpur af stórum Challanger dráttarvélum, eins og MT600C, MT500B, MT400B, MT500B, MT600C og MT900C auk Spra-Coupe 4000, Terra-Gator 2244 og 3244 sem allar seldust vel bæði innan og utan Bandaríkjanna.

Árið 2007 setti týpan MT875B, sem framleidd var að AGCO, nýtt heimsmet í herfingu á flatarmáli lands á einum sólarhring. Alls 644 hektara og eyddi að meðaltali 4,42 lítrum af dísil á hektara.

X-Edition MT800E Limited er öflugasta týpan af Challanger til þessa 600 hestöfl.

Í dag framleiðir AGCO Challanger stórar og öflugar dráttarvélar sem eru fáanlegar annaðhvort á hjólum eða beltum, allt eftir ósk kaupandans. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...