Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Á vorin eru bæði land og göngustígar sérstaklega blautir og viðkvæmir.
Á vorin eru bæði land og göngustígar sérstaklega blautir og viðkvæmir.
Á faglegum nótum 8. apríl 2024

Förum varlega í votu landinu

Höfundur: Davíð A. Stefánsson, sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar.

Þegar daginn tekur að lengja og síðustu skaflarnir hverfa úr upplandinu er freistandi að fara út að ganga, hjóla eða gera eitthvað skemmtilegt í náttúrunni.

Davíð A. Stefánsson

Eðlilega, útivist er heilsusamleg, skemmtileg og ódýr afþreying og tækifærin ótæmandi á Íslandi.

Þó þarf að hafa í huga að á vorin eru bæði land og göngustígar sérstaklega blautir og viðkvæmir. Það er vegna þess að yfirborð stíganna þiðnar en undir er holklaki sem bráðnar mun hægar. Það veldur því að vatn situr í yfirborðslagi jarðvegsins og nær ekki að síga niður í jörðina og þá er hætta á að stígarnir verði að drullusvaði, jafnvel ófærir.

Jafnframt skapast hætta á því að vatn, sem ekki er veitt af stígunum með ræsum, taki að renna og hrífa með sér jarðveg og mögulega gróður. Þegar þannig er komið og umferð og álag á göngustígana er viðvarandi verður rof í landinu sem er auðvitað slæmt.

Þá freistast fólk gjarnan til að stíga til hliðar við stígana og ganga meðfram þeim. 

Við það hliðrast þeir og breikka sem getur valdið enn frekari skemmdum í landinu og umfangsmeira rofi.

Þetta sjáum við því miður allt of víða þar sem ekkert hefur verið að gert. Bregðast þarf við með því að loka svæðum og beina fólki annað sem er auðvitað óskemmtilegt. Jafnframt þarf að laga göngu- leiðirnar, mögulega finna þeim annan stað þar sem minni hætta er á landskemmdum, og græða landið. Það getur í senn verið flókið og kostnaðarsamt og má hæglega forðast með því að bíða örlítið lengur með útivistina þar til frost er örugglega farið úr jörðu og landið orðið þurrt.

Íslensk náttúra er sannkallað lífsgæðasetur sem togar í fólk sem beðið hefur eftir vorinu. Land og skógur hvetur fólk til þess að fara út að leika sér og rækta sál og líkama.

Um leið minnir stofnunin á að vernd náttúrunnar og umhverfisins er eitt mikilvægasta verkefni mannkyns og að öll getum við lagt lítið eitt af mörkum. Til dæmis með því að velja okkur þurrar göngu- og hjólaleiðir, og stíga varlega til jarðar í blautu landi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...