Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Calendula officinalis – Morgunfrú – gular og appelsínugular söluplöntur
Calendula officinalis – Morgunfrú – gular og appelsínugular söluplöntur
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 9. september 2021

Haustblómin huggulegu

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Nú gengur í garð sá tími að sumarblómin fara að syngja sitt síðasta og blómakerin og sumarblómabeðin hafa skilað sínu sumarhlutverki til fulls. Í stað þess að horfa upp á eyðimörk í beðum og pottum fram á vetur er tilvalið að skella fallegum haustblómum í moldina í staðinn.

Ýmsar tegundir sumarblóma standa reyndar lengi fram eftir haustinu og hafa fyrirhyggjusamir garðeigendur einmitt plantað þessum tegundum á sérvalda staði. Í þessum hópi eru morgunfrú, ljónsmunni, skrautkál, sólboði, möggubrá og silfurkambur, svo eitthvað sé nefnt, en þessar tegundir geta staðið bísperrtar og fallegar vel og lengi þrátt fyrir að kólni í veðri. Löng hefð er fyrir því að krydda hauströkkrið með fallegum lyngplöntum eins og beitilyngi og erikum, enda standa þær í fullum blóma þessa dagana og næstu vikur.

Mikið úrval er af þessum plöntum í garðyrkjuverslunum og er hægt að nota þær hvort heldur sem er í ker og potta eða skella þeim niður í blómabeðin í garðinum. Einnig er um að gera að horfa til fjölærra plantna eins og steinahnoðra, sumarhnoðra, jónsmessu­hnoðra og annarra síðblómstrandi fjölæringa sem eru að hefja sitt blómgunartímabil síðla sumars. Þessar fjölæru blómplöntur eiga fullt erindi í potta og ker, ekki síður en í blómabeðin og má alltaf skella þeim svo í blómabeðin þegar kemur að því að endurnýja blómahafið í kerjunum.

Sígrænar plöntur koma líka mjög sterkt inn á haustin því þær framlengja sumarið, hjálpa okkur við andlega tilfærslu frá sumri til vetrar og lífga upp á umhverfið eftir því sem aðrar plöntur fella blöðin og koma sér í vetrardvalann. Margir garðeigendur heimsækja garðyrkjustöðvar á haustin og falla þar fyrir sígrænum freistingum sem falla kannski aðeins í skuggann af blómahafi sumarsins en þeirra tími er núna.

Skemmtilegast er að blanda saman sígrænum tegundum og blómstrandi plöntum í haustkerin, þá fær augað mjög mikið fyrir peninginn.

Við gróðursetningu plantna í ker á haustin má nota venjulega pottamold en almennt þarf ekki að hafa mikið fyrir áburðargjöf á þessum tíma, enda eru plöntur ekki í hröðum vexti þegar hitastigið lækkar.

Skylt efni: ræktun | Garðyrkja

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...