Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æðakölkun fundust í heila hákarlsins.
Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æðakölkun fundust í heila hákarlsins.
Á faglegum nótum 28. desember 2020

Heili 245 ára hákarls sýnir engin merki öldrunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið birtist vísindagrein um rannsóknir á áhrifum öldrunar á heila un það bil 245 ára gamals hákarls í samanburði við sama ferli í heila manna. Hákarl þessi veiddist í haustralli 2017 djúpt vestur af landinu. Klara Jakobsdóttir, sérfræðingur á botn­sjávarsviði, er einn af höfundum greinarinnar.

Öldrun hefur ýmis áhrif á frumur í heila manna sem eru vel þekktar. Í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar segir að rannsóknir hafi hins vegar bent til að hákarl (Somniosus microcephalus) geti náð óvenjulega háum aldri, eða hæstum aldri allra hryggdýra, jafnvel allt að 4–500 árum. Því var markmið rannsóknarinnar að athuga hvort greina mætti svipuð áhrif öldrunar í heila hákarla eins og þekkt eru í heilum manna og rotta.

Engin merki öldrunar

Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æðakölkun fundust í heila hákarlsins. Jafnframt sáust engin merki um taugahrörnun. Þetta bendir til að heili hryggdýra geti haldist lítið eða óbreyttur í mjög langan tíma líkt og sýnt hefur verið fram á í háöldruðum einstaklingum, 100 ára eða eldri.

Umhverfi og atferli

Höfundar greinarinnar leiða líkum að því að umhverfi og atferli séu ástæður þess hversu lengi hákarl lifir án sýnilegra áhrifa öldrunar á heila. Hákarl er talinn hægsyndur og heldur að mestu til í stöðugu en köldu umhverfi á tiltölulega miklu dýpi í sjó sem er um 4 °C heitur.

Þetta veldur því að líklega eru efnaskipti hæg og vísbendingar eru um að blóðþrýstingur hákarls sé mun lægri en hjá öðrum hákarlategundum. Lykillinn að háum aldri virðist því vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri, að minnsta kosti fyrir hákarl.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...