Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Myndin sýnir ræktun í hekturum milli ára af heildarflatarmáli spildna á sérhverju búi. Ræktuninni er skipt upp eftir tegund ræktunar, grass, grænfóðurs og korns. Tölur byggja á skráningum í Jörð og því er samantektin háð nákvæmni þeirra skráninga.
Myndin sýnir ræktun í hekturum milli ára af heildarflatarmáli spildna á sérhverju búi. Ræktuninni er skipt upp eftir tegund ræktunar, grass, grænfóðurs og korns. Tölur byggja á skráningum í Jörð og því er samantektin háð nákvæmni þeirra skráninga.
Á faglegum nótum 12. mars 2024

Jarðrækt og þróun – Sproti og Sproti+

Höfundur: Þórey Gylfadóttir, jarðræktarráðunautur hjá RML

Nú í áburðaráætlanagerðinni hafa vonandi flestir bændur jarðvegs- og/eða heysýni til að styðjast við þegar áburðarþarfir eru áætlaðar á sérhverja spildu, að teknu tilliti til uppskeruvæntinga og í hvaða gripi fóðrið er ætlað.

Þórey Gylfadóttir

Sumir hafa auk þess efnagreiningar af skítnum sem er mjög mikilvægt þar sem bæði þurrefni og efnainnihald getur verið mjög breytilegt og því augljós kostur að geta notað rauntölur varðandi svo stóran hluta áburðargjafarinnar í stað þess að styðjast við almenn töflugildi. Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins (RML) hefur nú í nokkur ár boðið upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn og áburðaráætlun er almennt síðasta verk hvers Sprotaárs. Stöðug fjölgun hefur verið í þátttöku bænda í Sprotanum enda eru ýmsir kostir sem fylgja því að vera í Sprotanum, svo sem aðstoð við skráningar á jarðræktarskýrslum í Jörð. is, skil gagna vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna, viðhald túnkorta og gerð áburðaráætlunar og síðast en ekki síst heimsókn sem gott er að nýta til sýnatöku, skoðun á ræktun eða yfirferð
á skráningum.

Á síðasta ári var ákveðið að bjóða upp á Sprota+ sem tengir enn frekar saman jarðræktar- og fóðurráðgjöf einkum fyrir kúabændur. Hugsunin er að ná sem bestri heild í þessum nátengdu þáttum búskaparins í sama pakkanum.

Sveigjanleiki í takt við fjölbreytileikann

Mikill breytileiki er í aðstæðum og þörfum búa sem nýta sér ráðgjöf innan Sprota og Sprota+ og ávallt er leitast við að aðlaga þjónustu og ráðgjöf að þörfum hvers og eins og jafnframt fylgja þeim breytingum sem verða á búum þegar þau eru ár eftir ár í Sprotanum. Markmið er alltaf það sama, að veita bændum markvissa ráðgjöf í ræktun með það að leiðarljósi að bæta nýtingu áburðar og hagkvæmni fóðuröflunar. Í Sprota+ er svo næsta skref tekið þar sem fóðrinu er fylgt yfir í afurðirnar með fóðuráætlun og eftirfylgni tengt henni. Rétt er að benda á að auðvelt er að aðlaga ráðgjöf innan Sprotans að útiræktun á grænmeti og nánar má lesa um Sprota og Sprota+ á heimasíðu RML.

Gerum betur – saman

Á síðasta ári voru rúmlega 70 býli sem nýttu sér jarðræktarráðgjöf í gegnum Sprotann og Sprota+.

Eitt af því sem gert er fyrir hvert bú er að reikna og setja fram kostnað vegna áburðarnotkunar miðað við skráða uppskeru, sjá meðfylgjandi mynd. Vert er að benda á að upplýsingarnar byggja á skráningum í Jörð.is og ef villa er í þeim kemur hún fram við alla greiningu.

Því er mjög mikilvægt að vanda alla skráningu til að gögnin gefi sem réttasta mynd og að hægt sé að nýta þau til rýningar og lærdóms. Þegar myndin er skoðuð er áhugavert að sjá mikinn breytileika milli búa. Til viðbótar við uppgjöri á áburðarnotkun á móti uppskeru hefur verið tekið saman fyrir bú í Sprota og Sprota+ endurræktunarhlutfall á hverju bú þar sem má sjá hlutfall endurræktunar síðasta vor af heildar hektarafjölda túna á sérhverjum bæ. Aftur skal tekið fram að gögnin eru unnin upp úr Jörð og því háð skráningum þar. Eins og sést á myndinni þá er einnig mikill breytileiki á milli búa hér líkt og áburðarkostnaðinum. Það er von okkar Sprota-ráðgjafa að þessar samantektir hjálpi til við yfirsýn, markmiðasetningu og bættan árangur í jarðrækt og öflun á gæðafóðri.

Með þátttöku í Sprota og Sprota+ er maður aldrei einn þegar kemur að verkefnum tengt jarðræktinni eða fóðuröflun þar sem alltaf er hægt að leita til síns Sprota-ráðunautar sem hefur á bak við sig öflugt teymi ráðunauta með víðtæka þekkingu.

Þótt áherslurnar séu breytilegar eftir búum og árum þá er markmiðið alltaf að leita nýrra leiða til að gera betur í sinni ræktun á einn eða annan hátt. Flestum finnst líka mikill kostur að fá aðstoð og áminningar þegar kemur að skilum á lögbundnu skýrsluhaldi.

Myndin sýnir áburðarkostnað á kg/þurrefnis í uppskeru á mismunandi bæjum í Sprotanum. Hér eru nýtanleg áburðarefni í búfjáráburði reiknuð til jafns við verðmæti áburðarefna í tilbúnum áburði.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...