Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Landini – lífseigur Ítali
Á faglegum nótum 21. maí 2015

Landini – lífseigur Ítali

Höfundur: Vilmundur Hansen

Járnsmiðurinn Giovanni Landini sem Landini dráttarvélarnar eru nefndar eftir hóf framleiðslu á landbúnaðartækjum í borginni Fabbrico í Ítalíu norðanverðri árið 1884. Hann hóf framleiðslu á gufuvélum 1911.

Landini lést 1924 en hafði þá lagt drögin að nýrri dráttarvél. Synir járnsmiðsins héldu nafni hans á lofti og komu fyrstu Landini traktorarnir á markað árið1925. Vélarnar voru eins strokka og 30 hestöfl og gengu fyrir dísilolíu. Vél traktorsins var í raun mjög einföld og gat nánast gengið fyrir hvaða olíu sem var.

1000 traktorar á ári

Sala fyrstu vélanna gekk vonum framar og ekki leið á löngu þar til bræðurnir hófu framleiðslu á stærri tveggja strokka 40 og 50 hestafla traktorum sem báru framleiðsluheiti eins og Velite, Bufalo og Super.

Landini var í fararbroddi ítalskra dráttarvélaframleiðenda á fjórða áratug síðustu aldar og árið 1934 voru starfmenn fyrirtækisins 250 og ársframleiðslan tæplega 1000 traktorar á ári. Vinsældir 40 og 50 hestafla vélanna voru svo miklar og þær voru í framleiðslu til ársins 1957 með margs konar nýjungum og endurbótum.

Hlé varð á framleiðslunni í seinni heimsstyrjöldinni og náði fyrirtækið sér aldrei almennilega á strik eftir stríðið.
Samningur við Perkins

Árið 1950 var fyrirtækið komið í mjög slæma fjárhagsstöðu og á leiðinni í gjaldþrot þegar framkvæmdastjóri þess landaði samningi við framleiðanda Perkins vél. Sama ár komu kom á markað Landini C 35 beltatraktor með Perkins dísilvél sem Landini framleiddi á Ítalíu með sérleyfi.

Þrátt fyrir baráttuvilja eigenda Landini tók dráttarvéla­framleiðandinn Massey-Ferguson yfir 100% hlut í fyrirtækinu árið 1960. Áhugi Massey-Ferguson á Landini stafaði að stórum hluta af áhuga þeirra á nýju beltatraktorunum.

Reksturinn gekk vel hjá nýju eig­endunum og Landini gekk í endurnýjun lífdaga. Auk þess að framleiða minni traktora sem henta á vínekrum í Evrópu lagði fyrirtækið áherslu á stærri traktora fyrir Bandaríkjamarkað gegnum dótturfélag Massey-Ferguson í Kanada.

Blizzard bar af

Árið 1973 setti fyrirtækið á markað 500 seríuna sem voru stórar dráttarvélar, yfir 100 hestöfl og með háu og lágu drifi. Í upphafi níunda áratugs nítjándu aldarinnar jók Landini enn á fjölbreytni framleiðslunnar með auknu úrvali minni traktora sem hentuðu ávaxta- og berja­framleiðendum. Auk þess sem það framleiddi millistórar dráttar­vélar á hjólum, þar á meðal svokallaðan Blizzard sem var 80 hestöfl og þótti bera af öðrum dráttarvélum á sínum tíma.

Í eigu ARGO

ARGO samsteypan eignaðist meirihluta á Landini 1989 þegar Massey-Ferguson seldi 66% hlut í fyrirtækinu. AGCO yfirtók Massey-Ferguson 1994. Þegar ARGO keypti AGCO árið 1994 eignaðist samsteypan Landini að fullu.

Í dag framleiðir ARCO dráttarvélar undir þremur vörumerkjum; Landini,  McCormick og Valpadana og er hverju vörumerki ætlað að þjóna ólíku markaðssvæði.
 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Landini

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...