Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leader – gulur, rauður og grænn
Á faglegum nótum 19. september 2016

Leader – gulur, rauður og grænn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjöldi framleiðenda á dráttarvélum á síðustu öld er ótrúlegur. Þrátt fyrir að sumar hafi aðeins verið framleiddar í tugum eða nokkur hundruð eintökum er saga þeirra áhugaverð. Leader er dæmi um dráttarvélar sem framleiddar voru af litaglöðum feðgum.

Á fjórða áratug síðustu aldar stunduðu feðgarnir Lewis og Walter Brockway búskap auk þess að reka lítið verkstæði og vera umboðsmenn fyrir Chevrolet-bifreiðar í Chagrin Falls í Ohio-ríki í Norður-Ameríku.

Árið 1937 reyndu feðgarnir fyrir sér í dráttarvélasmíð og settu saman lítinn fjögurra hjóla traktor með fjögurra strokka Chevrolet-mótor og gírkassa úr sams konar bíl. Traktorinn þótti hentugur smátraktor og næstu þrjú árin sérsmíðuðu feðgarnir um tuttugu slíka á ári eftir pöntun undir heitinu American Garden Tractor Co. Heiti traktoranna var annaðhvort American eða Leader eftir því hvernig lá á feðgunum. Dráttarvélarnar áttu það þó allar sameiginlegt að vera rauðar á litinn og áberandi.

Leader-nafnið ofan á

Í byrjum fimmta áratugarins varð nafnið Leader ofan á þegar feðgarnir stofnuðu Leader Tractor Company í Auburn í Ohio-ríki. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins var að hanna og framleiða stærri og öflugri dráttarvél.

Þrátt fyrir að vera stærri og öflugri líktist fyrsta týpa nýju dráttarvélanna þeim minni í útliti fyrir utan það að vera dökkgrænir á litinn en ekki rauðir.

Árið 1943 setti fyrirtækið á markað nokkra stóra þriggja hjóla traktora sem að þessu sinni voru gulir að lit og með rauðum felgum. Model A, eins og týpan kallaðist, var með sex strokka Chrysler-vél, aðeins er vitað til að ein slík hafi varðveist til dagsins í dag.

Samhliða því framleiddi fyrirtækið traktor með fjögurra strokka Chevrolet-vél sem kallaðist Model B. Árið 1945 var framleiðslu á  Chevrolet-vélunum hætt og skipt yfir í vélar sem hétu Hercules IXB og voru einnig fjögurra strokka. Þeir traktorar voru rauðir að lit.

Ekkert pósthús

Brockway-feðgar voru stórhuga en salan takmörkuð. Þrátt fyrir að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa sér Leader-dráttarvél gekk illa að hafa samband við framleiðendurna. Undir grillinu á traktorunum stóð „Made in Auburn Ohio“ og vitað er að fjöldi bænda sendi bréf til fyrirtækisins í Auburn Ohio. Hængur málsins var aftur á móti sá að það var ekkert pósthús í Auburn og fæst bréfanna bárust á áfangastað.

Model D

Árið 1947 tók Model D við af Model B. Metnaðurinn við sölu á þeirri týpu var mikill og sagt er að sá traktor hafi verið sá algengasti á landbúnaðarsýningum í Ohio árið sem hann var kynntur. Raunin var samt sú að Model D var nánast kópía af Model B nema hvað grillið var öðruvísi og undir því stóð „Made in Chargin Falls Ohio“. Enda var þar pósthús.

Fjárhagserfiðleikar og þrot

Tveimur árum síðar, 1947, var fyrirtækið komið í fjárhagsvandræði og yfirtekið af lánastofnun og sett í þrot.

Feðgarnir voru þrátt fyrir það ekki af baki dottnir og keyptu gamla járnsmiðju og hófu framleiðslu á dráttarvél sem fékk heitið Brockway. Sú dráttarvél var stærri en Leaderinn og fáanleg með bensín eða dísilvél. Þær voru dökkgular að lit og með skærrauðum felgum. Tæplega 500 slíkir voru framleiddir þar til framleiðslunni var hætt árið 1959.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Leader

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...