Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Amarok Highline Plus 3.0 TDI V6.
Amarok Highline Plus 3.0 TDI V6.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 29. maí 2017

Nýr, kraftmeiri og mikið breyttur VW Amarok

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir réttum fjórum árum prófaði ég pallbílinn frá VW sem þá var nýkominn á markað. Í byrjun maí frumsýndi Hekla nýjan og betrumbættan Amarok. 
 
Mér lék forvitni á að vita hvort breytingarnar væru miklar nú í samanburði við bílinn sem ég prófaði fyrir fjórum árum.
 
Ný kraftmeiri vél
 
Það fyrsta sem ég tók eftir var að verðið hefur lækkað, fyrir fjórum árum kostaði ódýrasti bíllinn 7.590.000 og sá dýrasti 8.750.000, en nú kostar ódýrasti bíllinn 5.840.000 (sá bíll er 4 strokka með 140 hestafla vél), en sá dýrasti 7.690.000. Fyrir fjórum árum var vélin 4 strokka og skilaði 179 hestöflum og 420 Nm (Newtonmetra) togi, með 8 þrepa sjálfskiptingu, dráttargetan var 3.200 kg. 
 
Bíllinn sem prófaður var nú er með V6 3.0 dísilvél sem skilar 224 hestöflum og 550 Nm tog, sjálfskiptur og enn með 8 þrepa skiptingu. Dráttargetan er komin upp í hámark á 50 mm kúlu sem er 3.500 kg. 
 
Í minningunni er bíllinn og sætin nánast eins og fyrir fjórum árum, innra rými gott og útsýni. Ekki man ég hvort að bíllinn sem prófaður var fyrir fjórum árum hafi verið með bakkmyndavél, en í nýja bílnum er bakkmyndavél og þrátt fyrir að vera ekki mjög stór er myndin í henni óvenju skýr.
 
Mjög góð fjöðrun miðað við marga pallbíla
 
VW Amarok-bíllinn sem var inni í sýningarsal Heklu var á 255/55/19 dekkjum og felgum, en bíllinn sem ég prófaði var kominn á 265/60/18, en að minka felgustærðina um eina tommu og hækka belg hjólbarðanna gefur bílnum mun betri fjöðrun. Ég hefði viljað prófa hvort 17 tommu felgur passi undir bílinn, en það gæfi enn meiri möguleika á að gera bílinn mýkri og hentugri fyrir vonda vegi og slóða. 
 
Er ekki frá því að þessi pallbíll hafi verið mýksti pallbíll sem ég hef ekið tómum, en vegurinn sem valinn var í það var svo grófur að á endanum sneri ég við þar sem hann bara varð verri og verri. 
 
Á staðnum þar sem ég sneri við ók ég bílnum upp í þannig ójöfnu að annað afturhjólið fór á loft, en í stað þess að spóla á því hjóli færðist aflið yfir á hin hjólin sem voru með grip á jörðinni.
 
Var töluvert frá uppgefinni eyðslu
 
Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 8 lítrar á kraftmesta bílnum sem ég prófaði, en eins og mér er tamt þegar ég kemst í kraftmikla bíla virðist hægri fóturinn á mér ótrúlega þungur. 
 
Í byrjun prufuakstursins ók ég bílnum innanbæjar í um 50 km og var meðaleyðsla mín innanbæjar 10,7 lítrar á hundraðið. Í um 50 km utanbæjarakstri var ég með eyðslu upp á 9,3 lítra. Inni í því var smá brölt á vondum vegslóða í um 5 km. Miðað við tilfinningu mína á bílnum gæti ég trúað að bíllinn sé að eyða á bilinu 11–13 lítrum á hundraðið með um þriggja tonna kerru í afturdragi í langkeyrslu miðað við að ekið sé á um 80 km hraða.
 
Vantar krókinn sem staðalbúnað
 
Það eru fáir pallbílar sem sjást á götunum án dráttarkróks og fyrir mér ætti það að vera staðalbúnaður, en fyrir auka 150.000 er hægt að fá dráttarkrók. Ýmislegt fleira er í boði samkvæmt sölubæklingi á VW Amarok sem aukahlutir, s.s. læst afturdrif, leiðsögukerfi, veltigrind, pallhús, palllok o.fl. Allavega var ég mjög sáttur við bílinn í alla staði, þó sérstaklega mýkt, dráttargetu og verð sem er afar gott og verður varla hagstæðara á bíl með svona mikla dráttargetu.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Hæð 1.834 mm
Breidd 2.228 mm
Lengd 5.254 mm
 
 

 

6 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...