Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Olíujurtir í blóma á Hvanneyri.
Olíujurtir í blóma á Hvanneyri.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Á faglegum nótum 11. ágúst 2023

Próteinræktun og olíuframleiðsla

Höfundur: Sunna Skeggjadóttir og Hrannar Smári Hilmarsson, starfsmenn Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ.

Mikil tækifæri eru á ræktun olíujurta hér á landi. Með ræktun á olíujurtum má anna eftirspurn matarolíu, lífdísils og próteingjafa fyrir búfé.

Niðurstöður rannsókna við Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands hafa sýnt tvöfalt meiri uppskeru vetrarrepju samanborið við vornepju og uppskerumöguleika á við það sem best gerist erlendis. En undanfarin ár hafa verið stundaðar rannsóknir á repju og nepju styrkt af Matvælasjóði, Þróunarsjóði nautgripabænda, Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Vetrarafbrigði eru ólík vorafbrigðum að því leyti að vetrarafbrigðum er sáð síðsumars og látin yfirvetrast sem blómgast svo og þroskast haustið eftir, rúmu ári eftir sáningu. Helsti munurinn á afbrigðum þegar kemur að kostnaði er áburðarliðurinn, þar sem bera þarf á við sáningu til vetrarundirbúnings og að vori eftir veturinn. Niðurstöður erlendis og hérlendis hafa sýnt fram á hærri uppskeru vetrarafbrigða en vorafbrigða sem leiðir til hærri tekna og vegur því upp á móti gjöldum sem við kemur ræktuninni.


„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...