Próteinræktun og olíuframleiðsla
Mikil tækifæri eru á ræktun olíujurta hér á landi. Með ræktun á olíujurtum má anna eftirspurn matarolíu, lífdísils og próteingjafa fyrir búfé.
Niðurstöður rannsókna við Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands hafa sýnt tvöfalt meiri uppskeru vetrarrepju samanborið við vornepju og uppskerumöguleika á við það sem best gerist erlendis. En undanfarin ár hafa verið stundaðar rannsóknir á repju og nepju styrkt af Matvælasjóði, Þróunarsjóði nautgripabænda, Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Vetrarafbrigði eru ólík vorafbrigðum að því leyti að vetrarafbrigðum er sáð síðsumars og látin yfirvetrast sem blómgast svo og þroskast haustið eftir, rúmu ári eftir sáningu. Helsti munurinn á afbrigðum þegar kemur að kostnaði er áburðarliðurinn, þar sem bera þarf á við sáningu til vetrarundirbúnings og að vori eftir veturinn. Niðurstöður erlendis og hérlendis hafa sýnt fram á hærri uppskeru vetrarafbrigða en vorafbrigða sem leiðir til hærri tekna og vegur því upp á móti gjöldum sem við kemur ræktuninni.