Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sveppir
Á faglegum nótum 18. september 2017

Sveppir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppir eru ólíkir plöntum, meðal annars að því leyti að þeir hafa ekki blaðgrænu og geta því ekki ljóstillífað og unnið lífræn efni úr ólífrænum.

Frumur sveppa hafa frumuvegg líkt og plöntufrumur en veggurinn er ekki gerður úr beðmi eins og hjá plöntum heldur kítini eins og ytri stoðgrind skordýra og sjávardýra, til dæmis humars og rækju.

Sveppir lifa á rotnandi lífrænum leifum og/eða í sam- eða sníkjulífi með plöntum. Með rotnun umbreyta þeir lífrænu efni í ólífrænt, sem plöntur nýta sér. Líkt og plönturíkið er kallað flóra og dýraríkið fána er svepparíkið kallað funga.

Í heiminum eru skráðar yfir 80.000 tegundir sveppa. Talan er ónákvæm því að á hverju ári finnast nýjar tegundir sveppa og sumar af þessum 80 þúsund tegundum flokkast í raun ekki til svepparíkisins heldur til frumdýra, litvera og flétta.

Á heimasíðu Náttúru­fræðistofnunar segir að líklegt þyki að í heiminum séu nálægt 1,5 milljón tegundir sveppa og því mikið verk fram undan við að lýsa þeim og skrásetja. Þó má gera ráð fyrir að flestir stórsveppir séu þekktir.

Á Íslandi hafa fundist og verið skrásettar rúmlega 2.000 tegundir sveppa en þá eru fléttur ekki taldar með. Flestir þessara sveppa eru svo smávaxnir að þeir sjást ekki með berum augum.

Það sem í daglegu tali kallast sveppur er í raun aldin eða fjölgunarfæri örfínna þráða sem vaxa í jarðvegi, á trjám eða öðrum hýslum og kallast ímur.

Af þeim ríflega 2.000 tegundum sveppa sem fundist hafa á Íslandi eru milli 30 og 40 stórsveppir taldir hæfir til átu en mis eftirsóknarverðir. Til stórsveppa teljast sveppir sem sjást með berum augum. Stór hluti matsveppa telst til kólfsveppa t.d. lerkisveppur og kúalabbi.

Egyptar til forna töldu sveppi vera plöntur eilífs lífs og eingöngu faraó og hástéttin mátti neyta þeirra. Þetta gekk svo langt að almúginn mátti ekki einu sinni snerta sveppi og sérstök stétt sem sá um að safna þeim.

Víða um heim er löng hefð fyrir því að tína sveppi og á sumum stöðum eru haldnar sérstakar sveppahátíðir í kringum uppskeru þeirra. Ólík menningarsvæði hafa gefið sveppum mismunandi eiginleika. Í Rússlandi og Suður-Ameríku voru ákveðnir sveppir notaðir til að komast í samband við andaheiminn. Normannar trúðu því að sveppir væru frygðarlyf og ykju frjósemi og gáfu brúðgumum stóra skál af sveppum til að borða fyrir brúðkaupsnóttina væru þeir fáanlegir. Annars staðar var því trúað að ákveðinn sveppur veitti stríðsmönnum yfirnáttúrulegan styrk samanber berserkjasveppinn.

Sveppir hafa lengi verið vinsælir til átu í Austur-Evrópu og í Frakklandi þar sem menn gengu um með svín í bandi og notuðu lyktarskyn þeirra til að þefa uppi trufflur sem eru sveppir sem vaxa neðanjarðar og þykja frábærir til átu. Í seinni tíð hafa hundar verið þjálfaðir sérstaklega til að þefa þá uppi. 

Skylt efni: Sveppir

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...