Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Útrýming sauðfjárriðu
Á faglegum nótum 5. september 2024

Útrýming sauðfjárriðu

Höfundur: Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir

Í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu er gert ráð fyrir að áhættubæir fái umframstyrki til að hraða ræktun gegn riðu eins og kostur er.

Sigurborg Daðadóttir.

Áætlunin gerir ráð fyrir að allir sauðfjárbændur fái áfram styrki til að nota sæðingahrúta sem eru með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir, en að bæir sem flokkaðir verða sem áhættubæir fái að auki sérstaka hvatastyrki til notkunar á slíkum hrútum. Styrkirnir verða bundnir við notkun hrúta með þessar arfgerðir á allar ær á áhættubæ, óháð því hvort hrútarnir séu heimahrútar, aðkeyptir eða sæðingahrútar, öllu skiptir að hraða innleiðingu verndandi og/ eða mögulega verndandi arfgerða í viðkomandi hjörð til þess að fyrirbyggja uppkomu riðuveiki. Það er hagur allra að hraða ræktun á áhættubæjum.

Verið er að skrifa nýja riðureglugerð sem tekur mið af því sem stendur í landsáætluninni og reynt verður að hraða útgáfu hennar eins og kostur er, vonandi verða drög að nýrri reglugerð kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda innan fárra vikna. Útgáfa reglugerða tekur tíma, raunhæft er að áætla að ný riðureglugerð líti dagsins ljós í október. Allir geta þó undirbúið sig, sérstaklega ættu bændur á N-Vesturlandi að kanna hvort þeirra bær gæti flokkast sem áhættubær og þannig átt kost á umframstyrkjum strax í næstu fengitíð. Þið ættuð að lesa
og þannig átt kost á umframkafla 4 og skoða hvort ykkar bær hakar í eitthvert af boxunum sem upp eru talin í töflu 6 á bls. 21 í landsáætluninni, atriðin taka til sjö síðastliðinna ára.

Telji þið að ykkar bær ætti að flokkast sem áhættubær ættuð þið strax að hafa samband við héraðsdýralækni eða hans fólk á umdæmisskrifstofu Mast á Sauðárkróki. Þannig getið þið unnið ykkur í haginn og flýtt fyrir flokkuninni því Mast getur ekki flokkað með formlegum hætti fyrr en reglugerðin hefur verið gefin út, því nákvæmari upplýsingar í tíma því meiri líkur á réttri flokkun fyrir fengitíð og þar með opnast fyrir umframstyrki.

Landsáætlun um útrýmingu saufjárriðu er sameiginleg stefna stjórnvalda og bænda, þar kemur fram hvernig Ísland ætlar sér að losna við riðuveiki í sauðfé. Landsáætlunin er vandað rit, þar er mikill fróðleikur og leiðbeiningar fyrir sauðfjárbændur, áætlunina má finna á heimasíðum BÍ, RML, MAR og MAST, auk þess hafa verið prentuð nokkur eintök sem hægt verður að nálgast hjá RML.

Tafla 6. Flokkun áhættubæja.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...