Breytingar
Af vettvangi Bændasamtakana 6. desember 2024

Breytingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Niðurstöður alþingiskosninga benda sterklega til þess að breytinga sé að vænta í stjórnskipan landsins. Að minnsta kosti þrír flokkar verða að mynda stjórn.

Formaður Samfylkingar, Kristrún Frostadóttir, hefur stjórnarmyndunarumboð þegar þetta er skrifað og talað er um ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn og Flokki fólksins. Einkar áhugavert verður að fylgjast með því hvernig verðandi stjórnarflokkar munu skipta ráðuneytum á milli sín og hvernig ráðuneytum mun fækka, miðað við það sem fram hefur komið.

Þar líta bændur eðlilega til þess hver mun leiða málaflokk landbúnaðar, enda liggja þar stór verkefni sem varða lífskjör og starfsumhverfi þeirra til framtíðar. Ber þar helst að nefna hið stóra verk að teikna upp stuðningskerfi landbúnaðarins á næsta ári. Það fór ekki mikið fyrir skýrum áherslum Samfylkingar, Viðreisnar né Flokks fólksins í landbúnaðarmálum í aðdraganda kosninganna. Viðreisn hefur verið einna skýrust í afstöðu sinni. Þar hefur verið boðaður samdráttur í miðstýringu landbúnaðarkerfisins.

Hvernig sem ríkisstjórnin verður skipuð munu nýir vindar blása á Alþingi á kjörtímabilinu. Um helmingur kjörinna fulltrúa er nýr á þingi svo nýliðakynningin verður fjölmenn þegar þar að kemur. Svo
mikill fjöldi nýliða getur haft sína kosti og galla. Ferskar hugmyndir, kraftur og elja til verka getur fylgt nýju fólki en þekkingarleysi á gangverki stjórnkerfa og hvernig þau tengjast og hafa áhrif hvert á annað geta flækt málin.

Í liðinni viku hafa nautgriparæktinni einnig birst tvær nýjar stórfréttir sem boða mögulegar breytingar. Nýr verðlagsgrunnur var kynntur í síðustu viku sem kúabændur voru orðnir langeygir eftir. Hann sýnir fram á skekkju milli framleiðslukostnaðar og afkomu greinarinnar sem bregðast þarf við. Einnig eru tíðindi í nýútgefinni skýrslu Landbúnaðarháskólans um samanburð á rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu með íslenskum og þremur erlendum mjólkurkúakynjum. Niðurstöðurnar boða bæði aukna framlegð og minni metanlosun með því að flytja inn erlent mjólkurkúakyn, samkvæmt gefnum forsendum. Skýrslan verður kynnt bændum næstkomandi mánudag.

Svo skall á alifuglaræktina nýr veruleiki þegar skæð fuglainflúensa greindist á kalkúnabúi á þriðjudag. Aflífa verður fuglana og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sýkingarinnar. Eftir að inflúensan greindist í villtum fuglum hér á landi í lok september hefur óvissustig verið í gildi. Fuglaflensan hefur breiðst hratt út í löndum beggja vegna Íslands, bæði í Bandaríkjunum og Þýskalandi, Frakklandi og Póllandi, með tilheyrandi afföllum og áhrifum á bæði alifugla- og eggjaframleiðslu.

Það eru því blikur á lofti á ýmsum sviðum. Bregðast þarf við raunverulegum ógnum, nýrri þekkingu og síbreytilegum veruleik

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...