Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Einkamál annarra?
Af vettvangi Bændasamtakana 7. september 2023

Einkamál annarra?

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Það má velta fyrir sér hvar mörk þess að blaðamenn geti óhindrað myndað bústörf liggi, án þess að fyrir því liggi leyfi frá viðkomandi bónda.

Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands

Nú er mál þannig með vexti að á bæ nokkrum á Suðurlandi voru bændur að sinna bústörfum við blóðtöku úr merum, eins og þeir hafa stundað í mörg ár á grundvelli laga og reglugerða sem þeim eru sett af löggjafanum. Þá bregður svo við að stóðið við bæinn fer að ókyrrast. Ábúandi fer því út og svífur þá yfir flygildi sem augljóslega styggir hrossin, og við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að bíll ríkisrekins fjölmiðils er lagður steinsnar frá vettvangi. Voru þar komnir starfsmenn Kveiks að taka myndir á einkalandi bóndans.

Það vekur furðu mína að viðkomandi starfsmaður umrædds ríkisfjölmiðils spyrji ekki um leyfi, ræði við bóndann eða láti vita, heldur virðist dýravelferð og stjórnarskrárvörðum réttindum enginn gaumur gefinn þegar kemur að myndatökum eða friðhelgi einkalífs. Óhjákvæmilega vaknar því sú spurning að ef starfsemi er að lögum landsins leyfð, hvar sé þá verndin?

Verðlag og verðbólga

Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um verðlag á Íslandi. Þegar rýnt er í þessa gagnrýni, þá er líkt og ábyrgðin liggi hjá bændum og að þeirra athafnir séu eldiviður á verðbólgubálið. Vel má velta fyrir sér hvernig verðmyndun á vörum verður til. Hvernig má það vera að lítri af íslensku vatni kostar 60% meira en lítri af mjólk? Um þó nokkra hríð hefur það truflað mig allnokkuð þegar ég fer í stórmarkaði í mínu nærsamfélagi og versla inn, að næsti maður á undan mér í röðinni er starfsmaður í verslun sem staðsett er í hinum dreifðari byggðum. Má draga af því líkur að viðkomandi fái hagstæðara verð í stórmarkaðnum heldur en hjá viðkomandi birgjum? Hvar á verðmyndunin á matvörunni þá stað ef ekki hjá birgjunum?

Því fylgir oft aukinn kostnaður að búa utan höfuðborgarsvæðisins og nær ekkert okkar hefur farið varhluta af umræðu um flutningsfyrirtæki undanfarna daga. Verður það virkilega þannig að neytendur, og þá sérstaklega þeir sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins, jafnvel með sína atvinnustarfsemi, þurfi að bera skaða af samráði fyrirtækja á markaði sem endurspeglast svo í hækkuðu vöruverði?

Bændafundir

Dagana 21. til 25. ágúst og svo þann 30. ágúst fór stjórn og starfsfólk Bændasamtakanna í fundaferð um landið. Alls var komið við á 13 áfangastöðum og voru fundirnir vel sóttir og umræðurnar málefnalegar og upplýsandi um þau málefni sem brenna helst á bændum.

Vil ég fyrir hönd stjórnar þakka öllum þeim sem tóku þátt í fundunum fyrir komuna og ekki síður starfsfólki Bændasamtakanna fyrir frábæran undirbúning á þessari fundaröð, þetta er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir stjórn og starfsfólk að sinna þar sem þetta gefur okkur innsýn inn í áherslur á hverju svæði.

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...