Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Viðhorf
Mynd / hkr.
Af vettvangi Bændasamtakana 10. febrúar 2025

Viðhorf

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri.

Matvælaráðuneytið lét framkvæma athyglisverða viðhorfskönnun meðal félagsmanna Bændasamtakanna seint á síðasta ári. Markmið ráðuneytisins var að afla upplýsinga um stöðu bænda og viðhorf þeirra til stuðningskerfis landbúnaðarins.

Bændur voru þar beðnir um að taka afstöðu til nokkurra spurninga sem tengjast búskapnum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að „tæpur fimmtungur svarenda“ bænda hafi svarað því til að þeir hefðu gert miklar breytingar á búrekstrinum til að draga úr umhverfis- og loftslagsáhrifum, en 36% svöruðu „í meðallagi“ og 44,8% svöruðu „fremur litlar“, „mjög litlar“ eða „engar“. Alls svöruðu 153 því til að þeir hefðu engar breytingar gert, þar af 25% garðyrkjubænda sem svöruðu (átta talsins) og 22,2% hrossaræktenda (tólf talsins). Skógarbændur voru þeir bændur sem töldu sig helst hafa gert mjög miklar breytingar. Skyldi engan undra.

Þeir bændur sem svöruðu því til að þeir hefðu gert miklar breytingar, 171 talsins, fengu svo spurninguna: Hvaða breytingar hefur þú gert? Þarna verður könnunin sérstaklega eftirtektarverð því í niðurstöðum hennar eru birt skrifleg svör bænda.

Í tilkynningu ráðuneytisins eru svörin dregin saman með því orðalagi að helstu aðgerðir sem bændur hafi gripið til séu m.a. minnkuð áburðarnotkun og notkun lífræns áburðar, skógrækt og landgræðsla, minni notkun jarðefnaeldsneytis, betri nýting búfjáráburðar og skipulagsbreytingar til að auka sjálfbærni.

Þegar rennt er yfir umsagnir bændanna má sjá að ansi margir búfjárræktendur svara því til að þeir hafi aukið afurðir á hvern grip. Þarna er nefnilega raunhæfur og útreiknanlegur möguleiki til að draga úr loftslagsáhrifum og auka rekstrarhagkvæmni búa.

Meðal svarenda er bóndi sem segist hafa þrefaldað framleiðslugetu sína og annar sem segist hafa tvöfaldað afurðir ... kemur í ljós að svör bænda eru sum ansi beinskeytt ... eftir hvern grip. Betri framlegð leiðir einmitt til minna kolefnisspors á hverja framleiðslueiningu. Bændur eru því talsvert ötulir við að grípa til þeirra aðgerða sem mælt er með. Þannig svara frekar margir þeirra því til að þeir stundi skógrækt. Allmargir segjast hafa minnkað plastnotkun og olíukostnað eða sparað áburð á túnin, bætt nýtingu búfjáráburðar og uppfært tækjakost. Einn bóndi segir einfaldlega „Engin lausaganga véla“.

Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljós að svör bænda eru sum ansi beinskeytt. Allmargir svara nefnilega svo að til þess að draga úr umhverfis- og loftslagsáhrifum hafi þeir einfaldlega hætt; hætt með kýrnar, hætt mjólkurframleiðslu, hætt sauðfjárbúskap, hætt nautaeldi. Tveir segjast hreinlega hafa hætt búfjárræktun og farið yfir í ferðaþjónustu.

Einn bóndi segir: „Hef endurnýjað allar nýjar dráttarvélar og keypt öll heyvinnslutæki sem eru ný og stærri, sem eykur afköst í heyskap verulega. Þetta ætti að minnka mengun mikið. Gæti gert enn betur með því að bjóða út allan heyskap, því þá menga ÉG ekkert, þetta sýnir fáránleikann í kolefnissporinu eða útreikningi á því.“ Annar er á sama máli, segist hafa keypt nýjar dráttarvélar og stærri heyvinnslutæki. „Síðan kemur til greina að bjóða út heyskap, þá menga ég ekkert skv. loftslagsbókhaldinu.“

Sumum gæti þótt æskilegra að nálgast bændur með bærilegri lausnum en „skipulagsbreytingum“ á borð við útvistun heyskapar eða að bregða búi til að mæta umhverfis- og loftslagskröfum, en í öllu falli er forvitnilegt að heyra hug bænda.

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...

Tækifæri í kolefnisjöfnun
Lesendarýni 13. mars 2025

Tækifæri í kolefnisjöfnun

Undanfarin ár hefur verið nokkur umræða um kolefnisjöfnun sem loftslagsaðgerð. B...

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar
Lesendarýni 13. mars 2025

Vindmyllur fagfjárfesta eru óhagkvæmar

Á Íslandi eru nú plön um að reisa um 30 vindmyllugarða víðs vegar um landið í na...

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?
Lesendarýni 12. mars 2025

Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?

Í þessari grein er fjallað um blöndun á eldislaxi við villtan lax sem gerist þeg...

Kýrlaus varla bjargast bær
Lesendarýni 12. mars 2025

Kýrlaus varla bjargast bær

Í síðasta Bændablaði birtu Baldur Helgi Benjamínsson og Jón Viðar Jónmundsson ág...