Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvert ætlum við?
Mynd / TB
Skoðun 21. ágúst 2015

Hvert ætlum við?

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Það eru þenslumerki í samfélaginu þessi dægrin. Ferðaþjónustan slær öll fyrri met og byggingarkrönum fjölgar hratt. Slegist er um iðn­að­armenn og verktakar margir hverjir með langa verkefnalista. Atvinnuleysi er lítið og stórir hópar launþega hafa fengið töluverðar launahækkanir á síðustu mánuðum þótt ýmsir hafi ekki fengið úrlausn sinna mála. Bændur hafa notið þess síðustu ár að mikil eftirspurn er eftir fram­leiðsluvörum þeirra. Samt sem áður eru þeir margir ósáttir við sín kjör. Það kom bersýnilega í ljós á dögunum þegar sauðfjárbændur lögðu fram kröfugerð um hærra afurðaverð þegar verðlistar sláturhúsanna tóku að birtast, nær óbreyttir frá fyrra ári. Kúabændur stukku ekki hæð sína í loft upp þegar verðlagsnefnd kvað upp úr um 1,7% hækkun afurðaverðs til bænda fyrir nokkru síðan. Það er dapurlegt að staðan skuli vera svona árið 2015 þegar allt er í blóma og blússandi hagsæld. Verðbólgan raunar handan við hornið.
 
Margt bendir til þess að bú­skap­ur og bændur á Íslandi séu á tímamótum. Landbúnaðarráðherra hefur fyrir nokkuð löngu síðan boðað uppstokkun við endurnýjun búvörusamninga en ennþá hefur ekkert verið gefið upp um eðli eða innihald þeirra. Ljóst er að stuðningskerfið eins og það er í dag mun taka breytingum. Kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni hefur gengið sér til húðar og trúlega eru menn búnir að átta sig á því að það var ekkert sérstök hugmynd að skuldsetja sig upp í rjáfur til þess eins að fá að framleiða og njóta bein­greiðslna úr ríkissjóði. Hvað skyldu bændur hafa greitt í vexti til bankanna síðustu 10 árin fyrir öll kvótalánin? Það er auðvelt að vera vitur eftir á. 
 
Hér í blaðinu er víða komið við. Stærsta kúabú landsins er í byggingu þar sem áætlað er að framleiða 1,5% mjólkurmagns á Íslandi. Formaður Félags ferðaþjónustubænda segir að fjölgun ferðamanna sé lyginni líkust og að bændur í þeirri starfsgrein eigi fullt í fangi með að sinna stækkandi markaði. Frekari sameiningar sláturhúsa virðast í kortunum þar sem markmiðið er að ná aukinni samkeppnishæfni. Piero Sardo, einn af frumkvöðlum Slow Food-hreyfingarinnar, hvetur fólk til að huga að líffræðilegum fjölbreytileika. Þessi dæmi segja okkur að þróun er óhjákvæmileg og breytingar eru nauðsynlegar. Þess vegna þurfa bændur að horfa fram á veginn. Hættum að stara í baksýnisspegilinn og eyða dýrmætum tíma í að verja einhverja stöðu sem tilheyrir fortíðinni. Komum með nýjar hugmyndir, tökum frumkvæðið og breytum okkur sjálf – það gerir það enginn annar. 
 
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...