Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kerfisvandi
Mynd / Bbl
Skoðun 20. desember 2019

Kerfisvandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Enn einu sinni hafa náttúruöflin minnt okkur mannfólkið á hvaða kraftar það eru sem ráða raunverulega ríkjum á jörðinni. Ofsaveður sem skall á landinu í síðustu viku sýndi að nýjasta tækni má sín harla lítils þegar innviðir í orkukerfinu bresta og samgöngur stöðvast. 
 
Það vekur óneitanlega athygli að árangur af pólitískri regluverkakerfissmíði sé að festa stjórnsýsluna í sífellt flóknara og óskilvirkara net sem virkar æ fjandsamlegra fyrir búsetu venjulegs fólks í landinu. Allt er það réttlætt með því að eitt eða annað verði að fá að njóta vafans, allt nema fólkið sjálft sem á svo að dansa í takti við reglurnar. Flækjustigið og tímasóun mannafls sem fer í að snúast í kringum þennan vanskapnað er himinhrópandi. Allt er það svo á kostnað almennings sem látinn er borga kerfið í gegnum sífellt aukna skatta. 
 
Þetta hefur komið berlega í ljós í umræðum um gríðarlegan vandræðagang sem uppi hefur verið við uppbyggingu og viðhald raforku- og vegakerfisins í landinu. Þar virðist vera búið að skapa sérlega verndað umhverfi fyrir bómullarvafða einstaklinga sem í krafti reglna og peninga geta leyft sér að troða á hagsmunum samfélagsheildarinnar nánast út í það óendanlega. Að sama skapi hefur verið þverskallast við að innleiða þekkingu og tækni eins og í jarðstrengjum sem hæglega hefðu getað komið í veg fyrir deilur um afmarkaða sérhagsmuni.
 
Það er hvorki verjandi að raforkufyrirtæki geti komist upp með að leggja ekki raflínur í jörð sé þess nokkur kostur, né að einstakir jarðeigendur geti í það endalausa komið í veg fyrir innviðauppbyggingu í þágu samfélagsins. Þarna verður löggjöfin og regluverkskerfið að vera með þeim hætti að flækjustigið sé í lágmarki og að almannahagsmunir gangi alltaf framar sérhagsmunum. 
 
Það er til tækni sem gerir mönnum kleift að leggja rafstrengi í jörðu þrátt fyrir að lengst af hafi hagsmunaaðilar í orkuflutningi hér á landi barist gegn slíkum hugmyndum. Vissulega þarf þar að skoða mismunandi kosti fyrir mismunandi aðstæður, en slíka jarðstrengi er vel hægt að nota þar sem helst þykir eftirsóknarvert að forðast sjónmengun af staurasamstæðum. Þetta verða menn einfaldlega að skoða með opnum huga. 
 
Annar angi þessa máls er að við innleiðingu á regluverki ESB um orkupakka 1 og 2 var skilið á milli framleiðslu og dreifingar á raforku. Engin kýjandi þörf var fyrir slíku á Íslandi. Það leiddi hins vegar til þess að nú er arðsemi virkjana og orkudreifingarkerfis í algjörum forgangi þegar rætt er um innviðauppbyggingu. Almannahagsmunir skipta viðskiptakerfi ESB með raforku nær engu máli. Orkupakki 3 styrkir enn frekar þessa markaðsþróun kerfisins sem er oft þvert á hagsmuni almennings. Þetta má berlega sjá í nýlegri skýrslu um jarðstrengi í flutningskerfi raforku. Þar er bent á þá ofuráherslu sem lögð er í að verja eignastofn og tekjumöguleika lagnakerfisins. Ástæðan er einföld. Við aðskilnað raforkuframleiðslu og flutnings á raforku er ekki lengur mögulegt að nota arð af framleiðslunni til að byggja upp orkuflutningskerfið. Slíkt er túlkað sem styrkur sem raskar samkeppni á markaði. Þar af leiðir verður dreifikerfið vart byggt frekar upp á Íslandi nema það skili ásættanlegri arðsemi lagnafyrirtækja. Það þýðir hækkun á gjaldskrá fyrir flutning raforku og þar með hækkun á orkureikingum landsmanna. Á sama tíma er Landsvirkjun, sem er í eigu almennra orkugreiðenda, að skila hátt í anna tug milljarða í arð. – Er virkilega einhver glóra í þessu fyrirkomulagi? 
 
Með bestu óskum um gleðileg jól. 
Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...