Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landið lifnar
Skoðun 22. maí 2020

Landið lifnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í heimsfaraldri sem orsakast hefur af útbreiðslu kórónavírus hefur daglegt líf fólks um allan heim gengið úr skorðum. Hefur því þurft að upphugsa nýjar leiðir til að framkvæma margt af því sem áður var gert án umhugsunar. Allt þetta hefur haft margvísleg áhrif á íslenskt þjóðfélag sem bæði valda skaða en geta líka orðið til góðs. 
 
Fréttamiðlar  hafa ekki farið varhluta af þessu ástandi og öll höfum við heyrt af prentmiðlum sem bera sig illa vegna minnkandi auglýsingatekna. Þetta hefur víða leitt til samdráttar í útgáfu sem aftur hefur áhrif á prentiðnaðinn með tilheyrandi uppsögnum. Eðlilega hafa mörg fyrirtæki sem hafa þurft að loka sinni starfsemi vegna COVID-19 gripið til þess ráðs að skrúfa fyrir allan kostnað eins og kostur er og lokun á birtingu auglýsinga verður þá gjarnan eitt af úrræðunum. Í þessu fári hefur hins vegar komið í ljós að Bændablaðið nýtur sérstöðu sinnar á markaðnum. Þar hefur ekkert lát orðið á útgáfunni. Greinilegt er að góð dreifing og einstök tryggð lesenda og auglýsenda við blaðið er að fleyta þessum miðli í gegnum COVID ólgusjóinn á undraverðan hátt. Fyrir það eru útgefendur, blaðamenn og annað starfsfólk Bændablaðsins afar þakklátt. 
 
Bændablaðið hefur haldið uppi útgáfu í 32 þúsund eintökum allan tímann í þessum faraldri með góðri dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. Eigi að síður hefur þurft að gera ýmsar tilhliðranir vegna lokana fyrirtækja og stofnana. Þar má t.d. nefna sundlaugar, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Við lokun þeirra vegna COVID-19 var gripið til þess ráðs að flytja þá mikilvægu dreifingu Bændablaðsins og bæta við upplag í matvöruverslunum. Nú þegar búið er að opna sundlaugarnar á ný fyrir gestum mun Bændablaðið fylgja tryggum lesendum sínum eftir og hefja á ný dreifingu á sundstöðum og íþróttahúsum. Sama má segja um aðra staði sem dottið hafa út úr dreifingarkerfinu vegna lokunar og eru smám saman að opna aftur. Ekki er hægt að útiloka að einhverjir hnökrar kunni að verða á meðan þjóðfélagið er að jafna sig, en við reynum að gera okkar besta.
 
Það hefur verið afskaplega sérstakt að fylgjast með hvernig háttarlag fólks breytist þegar áföll dynja yfir. Það hefur sannarlega átt við í þessu COVID-19 fári. Við slíkar aðstæður virðist leysast úr læðingi náungakærleikur sem einhvern veginn gleymist þegar hjól atvinnulífsins eru á fullu og allir uppteknir við að taka þátt í gæðakapphlaupinu á harðahlaupum á eftir Mammoni. 
 
Íslendingar hafa upplifað alvarleg áföll nokkrum sinnum á liðnum áratugum og þar hafa verið mest áberandi áföll vegna snjóflóða sem valdið hafa gríðarlegu manntjóni sem og vegna eldgosa og sjóslysa. Þá hefur þjóðin staðið saman eins og einn maður og notið einstakrar góðvildar nágrannaþjóða. Þar er ein lítil þjóð sem staðið hefur upp úr og sýnt okkur Íslendingum síendurtekna vináttu af ótrúlegri rausn og gæsku. Þetta eru Færeyingar. Þessir einstöku frændur okkar hafa reynst okkur betur en nokkur önnur þjóð í veröldinni. Þetta mættum við Íslendingar hafa í huga þegar hugsað er um allan þann vanda sem skapast hefur vegna COVID-19. – Það væri því ekki úr vegi, að um leið og Íslendingar eru hvattir til ferðalaga um eigið land í sumar að setja  Færeyjar á blað sem fyrsta kost þegar opnast á ný fyrir ferðalög út fyrir landsteinana. Þannig gætum við sýnt þakklæti okkar í verki og nýtt tækifærið um leið til að kynnast betur þessum frábæru nágrönnum okkar og þeirra fallega landi.  
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...