Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áfram veginn
Leiðari 20. október 2022

Áfram veginn

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í upphafi vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem sóttu Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöllinni um helgina og litu við á bás Bændasamtaka Íslands á sýningunni.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Það var okkur mikil ánægja að geta tekið samtalið um landbúnað í hinni víðustu mynd, bæði við bændur, frumframleiðendur og neytendur. Fjölmargir sýndu þessari frábæru sýningu áhuga og miðað við mannfjöldann um helgina má ætla að sýningin hafi slegið fyrri aðsóknarmet.

Ég vil því nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til starfsfólks Bændasamtakanna fyrir frábæran undirbúning og vinnu við sýninguna og einnig fyrir skipulag og utanumhald á fyrsta degi landbúnaðarins sem haldinn var á föstudagsmorgun fyrir opnun sýningarinnar. Einnig vil ég koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja sem styrktu okkur með afurðum og veitingum sem voru hluti af kynningarbás okkar á sýningunni og áttu þátt í að skapa rækilega stemningu í kringum afurðir bænda. Það er ljóst að það er mikill meðbyr með íslenskum landbúnaði sem er okkur bændum hvatning til áframhaldandi góðra verka.

Af seyru og skítalykt

Dagur landbúnaðarins, málþing Bændasamtakanna, undir yfirskriftinni Græn framtíð, fór fram fyrir fullu húsi á Hótel Nordica sl. föstudag í aðdraganda Landbúnaðarsýningar. Á málþinginu var fjallað um áskoranir og framtíðarverkefni í landbúnaði á Íslandi og óhætt að segja að mikill áhugi hafi verið fyrir viðburðinum. Erindin á málþinginu voru afar áhugaverð þar sem Ingólfur Friðriksson, staðgengill skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu fjallaði um Ytri vídd fæðuöryggis, Rúnar Þór Þórarinsson hjá Landeldi kynnti Visthæfingu landeldis, úr fiskeldisúrgangi í öflugan áburð, Eygló Björk Ólafsdóttir fræddi gesti um starfsemina í Vallanesi og möguleika á matvælaframleiðslu í skjóli skóga, Karvel L. Karvelsson hjá RML, sýndi fram á nauðsyn gagnasöfnunar og upplýsinga í landbúnaði og hvernig þær geta komið að notum í baráttunni við loftslagsmál og Sigurður Ingi Friðleifsson hjá Orkustofnun hélt erindi um Fæðuöryggi og orkuöryggi, sem nauðsynlegt er að tala um samhliða og í sömu andrá, því það sé til lítils að ræða fæðuöryggið ef ekki væri fyrir orkuöryggið.

Einnig þarf að horfa til þess hvernig landbúnaður getur þróast til framtíðar í skipulagslegu tilliti þar sem ýmis atriði í núverandi löggjöf stangast á við þá þróun. Hvernig eiga framleiðendur landbúnaðarvara að auka framleiðslu sína ef skilgreining á skipulagi er þannig að ef um ræktun kjúklinga eða svína er að ræða þurfi að tryggja allt að 600 metra fjarlægð að næstu íbúðabyggð? Eru ef til vill aðrar lausnir líkt og úti í hinum stóra heimi? Ég fæ ekki séð að 600 metrar í Danmörku eða Hollandi geti gengið þar sem land er af skornum skammti. Við verðum að skilgreina þessa starfsemi með öðrum hætti en gert er í dag ef við ætlum að ná því göfuga markmiði að vera sjálfbær með stóran hluta matvæla til að geta staðið undir fæðusjálfstæði þjóðarinnar. Má ekki vera keimur af landbúnaði í andrúmsloftinu í okkar nánasta umhverfi?

Fyrirheitin

Þá er umtalsvert rætt um þörfina á því að efla og auka kornrækt hér á landi. Það er verðugt verkefni sem bændur eru reiðubúnir að takast á við, en það endurspeglast þó ekki í því fjárlagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í dag. Bændasamtökin hafa lengi talað fyrir daufum eyrum almennings og stjórnvalda um mikilvægi matvæla- og landbúnaðarframleiðslu á Íslandi.
En síðustu misseri hefur orðið breyting á. Einum manni frá einni þjóð sem tók eina gerræðislega ákvörðun hefur tekist að setja heimsálfuna á hliðina. Í alþjóðlegu samhengi fer fæðuöryggi og sjálfstæði þjóðarinnar algjörlega saman. Þess vegna þurfa stjórnvöld að gefa þessi fyrirheit um framtíðina og samþykkja fjárlög og landbúnaðarstefnu sem taki til framtíðarinnar. Það er beinlínis þjóðhagslega mikilvægt verk.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Stuðningskerfi framtíðar
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Að fletta blaðinu
Leiðari 16. maí 2024

Að fletta blaðinu

Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más H...

Sérmerktar svínavörur
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiði...

Orð eru til alls fyrst
Leiðari 12. apríl 2024

Orð eru til alls fyrst

Góður fjölmiðill dregur saman upplýsingar, kemur á framfæri ólíkum sjónarmiðum, ...