Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landbúnaður og umhverfisvernd
Leiðari 23. september 2022

Landbúnaður og umhverfisvernd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir og vísindi skipta miklu fyrir nútímalandbúnað og umhverfisvernd enda mikilvægt að þessir tveir þættir fari saman.

Matvælaframleiðsla er grunnþáttur í tilveru nútímafólks þrátt fyrir að sífellt færri taki þátt í framleiðsluferlinu og margir vita jafnvel ekki hvernig maturinn verður til.

Í heimi sem þegar telur um átta milljarða manna, og það bætast við um 200 þúsund munnar á hverjum degi, er óhjákvæmilegt annað en að matvælaframleiðsla gangi á náttúruna. Það sem meira er að nú þegar eru flest bestu ræktunarsvæði heimsins notuð undir ræktun eða eldi. Samkvæmt FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, eru 35% af landi í heiminum nýtt undir landbúnað, 1/3 af því er nýtt til ræktunnar og 2/3 til beitar.

Til samanburðar eru 14,6% af landi í heiminum flokkað sem friðland og talsvert af því á undir högg að sækja. Borgir stækka, námuvinnsla eykst, lítið sem ekkert dregur úr losun skaðlegra lofttegunda og drykkjarvatn og jarðvegur er víða mengað og slíkt ógnar lífríki svæðanna og líffræðilegri fjölbreytni.

Stundum heyrist að nóg sé framleitt af mat í heiminum en að vandamálið sé að honum sé ekki rétt úthlutað, sumir fái of mikið en aðrir allt of lítið. Þetta kann að vera rétt en það breytir ekki þeirri staðreynd að fólki er að fjölga og náttúran er á undanhaldi.

Rannsóknir í landbúnaði miða að því að auka framleiðni á þeim svæðum sem þegar eru nýtt undir matvælaframleiðslu því bætt gæði hennar er nauðsynlegt til að fæða allt þetta fólk. Áskoranir í landbúnaði sem rannsóknir og vísindi þurfa að takast á við eru fjölmargar og felast meðal annars í hlýnun jarðar, breytingar á veðurfari og meiri ofsa í veðri, auknum þurrkum á stórum svæðum, sjúkdómum og meindýrum, að draga úr notkun tilbúins áburðar og eiturefna og á sama tíma auka vægi lífrænar ræktunar.

Erfðatæknin og beiting hennar lofar góðu, hvort sem er fyrir minni eða stærri framleiðendur, ekki síst þegar kemur að því að auka uppskeru og aðlaga nytjaplöntur að hlýnun jarðar og breyttum vaxtarskilyrðum. Auknar rannsóknir á gömlum ræktunaryrkjum hafa aukist og mörg þeirra sýna seiglu við sjúkdómum sem nýta má með erfðatækni til að auka þol uppskerumeiri yrkja.

Aukin umhverfisvernd og umhverfisvitund eru hugtök sem við heyrum nánast á hverjum degi en á sama tíma heyrast fréttir um að ekki sé nóg að gert. Sífellt er gengið á regnskóga heimsins til að auka ræktar- og beitiland til matvælaframleiðslu og er kjötframleiðsla á slíkum svæðum sögð ein helsta ástæðan fyrir glötun á líffræðilegum fjölbreytileika í heiminum.

Umhverfismál skipta allt mannkyn máli því samspil landbúnaðar og umhverfis hafa ekki einungis áhrif á náttúruna og vistkerfið. Samspilið er ekki síður samfélagslegt og án efa eiga þau áhrif eftir að aukast og hafa enn meiri félagsleg áhrif í framtíðinni.

Rannsóknir, nýsköpun, tækni og fræðsla, sem leiða til þess að bændur geti nýtt ræktarland betur og aukið magn, gæði og hollustu framleiðslunnar, eru örugglega helsta von okkar um að hægt verði fæða þá tíu milljarða munna sem stefnir í að verði á jörðinni skömmu eftir miðja þessa öld. Á sama tíma munu rannsóknir og vísindi vernda viðkvæm náttúrverndarsvæði og líffræðilegan fjölbreytileika fyrir framtíðina og komandi kynslóðir.

Öll þessi fæðuhugtök
Leiðari 11. mars 2025

Öll þessi fæðuhugtök

Undanfarinn mánuð hefur umfjöllun um matvæli verið skreytt ýmsum keimlíkum orðum...

Átök vegna osta
Leiðari 21. febrúar 2025

Átök vegna osta

Landbúnaður virðist ekki eiga sér viðreisnar von þessa dagana. Bændur eru skelka...

Áreiðanleiki gagna og upplýsandi umræða
Leiðari 24. janúar 2025

Áreiðanleiki gagna og upplýsandi umræða

Bændablaðið er mest lesni prentmiðill landsins annað árið í röð skv. nýjum niður...

Bændablaðið í 30 ár
Leiðari 10. janúar 2025

Bændablaðið í 30 ár

Í mars verða þrjátíu ár síðan Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum þá nýstofna...

Bændur, blaðið og skörungar
Leiðari 27. desember 2024

Bændur, blaðið og skörungar

Lognmolla er eitthvað sem á sér aldrei stað í landbúnaði. Atvinnugreinin er hrin...

Kjöt og kosningar
Leiðari 22. nóvember 2024

Kjöt og kosningar

Eftir nokkra daga mun þjóðin velja þá sem sitja á Alþingi næstu fjögur ár. Kosni...

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...