Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal,
þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal, þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Lesendarýni 23. janúar 2015

Af degi blánar nýjum

Höfundur: IHJ & GÞJ Selfossi.
Vetur og vos, hálka og hlákur, byljir og barningur hafa þrengt að vegfarendum síðan í nóvember. Haustið var milt og stundum blítt, en svo fóru lægðirnar að sækja í sig veðrið. 
 
En aftur að sólunni sveigir nú heimskautið kalda og rokur undir Hafnarfjalli, á Þverárfjalli, í Víkurskarði og hvað sem þessir veðurnæmu staðir heita, þær fara að ganga í sig og ökumenn á frónskum vegum  þekkja að þrauka þarf þorrann, góu og einmánuð til hörpu og sumarkomu.
 
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum kvað:
 
Dregur úr Ránar dimmum þyt,
af degi blánar nýjum.
Sveipar gljána silfurlit
svalur máni í skýjum.
 
Síðastliðið vor var kynnt í þessu blaði bænda handverks­sýning í Ártúnum, sem stóð í 17 daga og laðaði að sér 350 gesti, nokkra utan af Skaga, aðra vestan af Akranesi, sunnan af Skeiðum, austan úr Kelduhverfi og fjölmörgum bæjum öðrum. Má ætla Bændablaðið gott til kynningar en veðurguðir létu ekki heldur sitt eftir liggja og  blessuð sólin gleymdi ekki að skína í Blöndudalinn þessa daga. Húsmóðirin og handverkskonan  SÓl tók á móti gestum með kaffi og pönnukökum en börn hennar gengu með gestum um stofur hússins,  sýningarsalinn og rifjuð voru upp gömul kynni, ættvísi, sagnir og önnur fræði sem hæfðu stund og stað. Tilefni sýningar­innar var níræðis­afmæli Sigríðar á árinu og vitneskja ættingjanna um myndir hennar og handavinnu sem reyndust mun fleiri og meiri að vöxtum en nokkurn óraði fyrir. 
 
Við í Ártúna­fjölskyldunni þökkum þessum gestum góða komu og viljum senda þeim óskir um gott ár og gjöfult til drjúgra verka, hlýrra hugrenninga og góðrar heilsu. 
 

3 myndir:

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...