Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal,
þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Mörk á Laxárdal, saumuð mynd eftir Sigríði. Gamalt höfuðból í eyðidal, þar sem Sigríður fæddist og foreldrar hennar bjuggu.
Lesendarýni 23. janúar 2015

Af degi blánar nýjum

Höfundur: IHJ & GÞJ Selfossi.
Vetur og vos, hálka og hlákur, byljir og barningur hafa þrengt að vegfarendum síðan í nóvember. Haustið var milt og stundum blítt, en svo fóru lægðirnar að sækja í sig veðrið. 
 
En aftur að sólunni sveigir nú heimskautið kalda og rokur undir Hafnarfjalli, á Þverárfjalli, í Víkurskarði og hvað sem þessir veðurnæmu staðir heita, þær fara að ganga í sig og ökumenn á frónskum vegum  þekkja að þrauka þarf þorrann, góu og einmánuð til hörpu og sumarkomu.
 
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum kvað:
 
Dregur úr Ránar dimmum þyt,
af degi blánar nýjum.
Sveipar gljána silfurlit
svalur máni í skýjum.
 
Síðastliðið vor var kynnt í þessu blaði bænda handverks­sýning í Ártúnum, sem stóð í 17 daga og laðaði að sér 350 gesti, nokkra utan af Skaga, aðra vestan af Akranesi, sunnan af Skeiðum, austan úr Kelduhverfi og fjölmörgum bæjum öðrum. Má ætla Bændablaðið gott til kynningar en veðurguðir létu ekki heldur sitt eftir liggja og  blessuð sólin gleymdi ekki að skína í Blöndudalinn þessa daga. Húsmóðirin og handverkskonan  SÓl tók á móti gestum með kaffi og pönnukökum en börn hennar gengu með gestum um stofur hússins,  sýningarsalinn og rifjuð voru upp gömul kynni, ættvísi, sagnir og önnur fræði sem hæfðu stund og stað. Tilefni sýningar­innar var níræðis­afmæli Sigríðar á árinu og vitneskja ættingjanna um myndir hennar og handavinnu sem reyndust mun fleiri og meiri að vöxtum en nokkurn óraði fyrir. 
 
Við í Ártúna­fjölskyldunni þökkum þessum gestum góða komu og viljum senda þeim óskir um gott ár og gjöfult til drjúgra verka, hlýrra hugrenninga og góðrar heilsu. 
 

3 myndir:

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjö...

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...

Tollar og tómatar
Lesendarýni 16. september 2024

Tollar og tómatar

Eins og sólin sest í vestri er nokkuð árvisst að upp komi umræða um tolla á land...

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...