Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024
Lesendarýni 4. mars 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024

Höfundur: Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024 verða haldnir sem hér segir:

Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður jafnframt haldinn á fjarfundakerfinu TEAMS.

Um heimild félagsmanna að láta umboðsmann sækja deildarfund fyrir sína hönd fer eftir 23. grein laga um samvinnufélög nr. 22/1991 þar sem segir:

„Heimilt er félagsaðila að láta umboðsmann sækja félagsfundi fyrir sína hönd, en umboðsmaður getur þó ekki farið með nema atkvæði eins félaga auk atkvæðis þess er hann sjálfur hefur. Umboð til fundarsóknar skal vera skriflegt og ekki eldra en þriggja mánaða.“

Ef félagsmaður (einstaklingur) hyggst veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með atkvæði sitt á deildarfundinum er farið fram á að það sé formlegt, þ.e. skriflegt, dagsett, tiltaki nafn og kennitölu þess sem fær umboðið, tiltaki að umboðið gildi á umræddum deildarfundi, sé undirritað af þeim félagsmanni sem veitir umboðið og vottað af tveimur lögráða einstaklingum sem staðfesta vottun sína með nafni og kennitölu.

Á deildarfundi skal jafnframt gera grein fyrir hvaða einstaklingur fari með atkvæði þess lögaðila (ehf. eða sf. félags) sem skráð er félagsaðili að Auðhumlu svf. Sá einstaklingur skal vera skráður á vottorði fyrirtækjaskrár sem eigandi, félagsmaður, framkvæmdastjóri, aðal- eða varastjórnarmaður viðkomandi lögaðila. Að öðrum kosti þarf gilt umboð skv. ofangreindu til að fara með atkvæði lögaðilans á deildarfundinum.

Athygli er þó vakin á því að eingöngu eigendur, félagsmenn, framkvæmdastjórar og aðal- eða varastjórnarmenn lögaðila sem er félagsaðili að Auðhumlu svf. og eru tilgreindir sem slíkir á vottorði fyrirtækjaskrár eru kjörgengir í stjórn Auðhumlu svf. og fulltrúaráð. Umboð til að fara með atkvæði lögaðila á deildarfundi gefur þannig viðkomandi ekki kjörgengi ef nafn viðkomandi er ekki skráð á vottorði fyrirtækjaskrár viðkomandi lögaðila.

Ef þörf er á að breyta núverandi skráningu í fyrirtækjaskrá er það gert með rafrænum hætti á vefslóðinni www.skatturinn.is > „Breytingar og slit“ > „Breyting á skráningu ehf./ hf./ses“ eða „Breyting á skráningu sf./slf.“

Ef einhverjar breytingar hafa átt sér stað skal nýtt vottorð úr fyrirtækjaskrá hafa borist skrifstofu Auðhumlu svf. á netfangið audhuma@audhumla.is í síðasta lagi daginn fyrir deildarfund.

Skylt efni: Auðhumla

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...