Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024
Lesendarýni 4. mars 2024

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024

Höfundur: Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.

Deildarfundir Auðhumlu svf. 2024 verða haldnir sem hér segir:

Deildarfundur Breiðafjarðardeildar verður jafnframt haldinn á fjarfundakerfinu TEAMS.

Um heimild félagsmanna að láta umboðsmann sækja deildarfund fyrir sína hönd fer eftir 23. grein laga um samvinnufélög nr. 22/1991 þar sem segir:

„Heimilt er félagsaðila að láta umboðsmann sækja félagsfundi fyrir sína hönd, en umboðsmaður getur þó ekki farið með nema atkvæði eins félaga auk atkvæðis þess er hann sjálfur hefur. Umboð til fundarsóknar skal vera skriflegt og ekki eldra en þriggja mánaða.“

Ef félagsmaður (einstaklingur) hyggst veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með atkvæði sitt á deildarfundinum er farið fram á að það sé formlegt, þ.e. skriflegt, dagsett, tiltaki nafn og kennitölu þess sem fær umboðið, tiltaki að umboðið gildi á umræddum deildarfundi, sé undirritað af þeim félagsmanni sem veitir umboðið og vottað af tveimur lögráða einstaklingum sem staðfesta vottun sína með nafni og kennitölu.

Á deildarfundi skal jafnframt gera grein fyrir hvaða einstaklingur fari með atkvæði þess lögaðila (ehf. eða sf. félags) sem skráð er félagsaðili að Auðhumlu svf. Sá einstaklingur skal vera skráður á vottorði fyrirtækjaskrár sem eigandi, félagsmaður, framkvæmdastjóri, aðal- eða varastjórnarmaður viðkomandi lögaðila. Að öðrum kosti þarf gilt umboð skv. ofangreindu til að fara með atkvæði lögaðilans á deildarfundinum.

Athygli er þó vakin á því að eingöngu eigendur, félagsmenn, framkvæmdastjórar og aðal- eða varastjórnarmenn lögaðila sem er félagsaðili að Auðhumlu svf. og eru tilgreindir sem slíkir á vottorði fyrirtækjaskrár eru kjörgengir í stjórn Auðhumlu svf. og fulltrúaráð. Umboð til að fara með atkvæði lögaðila á deildarfundi gefur þannig viðkomandi ekki kjörgengi ef nafn viðkomandi er ekki skráð á vottorði fyrirtækjaskrár viðkomandi lögaðila.

Ef þörf er á að breyta núverandi skráningu í fyrirtækjaskrá er það gert með rafrænum hætti á vefslóðinni www.skatturinn.is > „Breytingar og slit“ > „Breyting á skráningu ehf./ hf./ses“ eða „Breyting á skráningu sf./slf.“

Ef einhverjar breytingar hafa átt sér stað skal nýtt vottorð úr fyrirtækjaskrá hafa borist skrifstofu Auðhumlu svf. á netfangið audhuma@audhumla.is í síðasta lagi daginn fyrir deildarfund.

Skylt efni: Auðhumla

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...