Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvar eru Bændasamtökin?
Lesendarýni 17. janúar 2023

Hvar eru Bændasamtökin?

Höfundur: Birgir Þór Haraldsson, Kornsá í Vatnsdal.

„Hvar eru Bændasamtökin?“ er algeng spurning sem heyrist oft á meðal bænda og í flestum tilvikum með neikvæðum undirtón.

Birgir Þór Haraldsson,
Kornsá í Vatnsdal.

Flestir þeir sem hafa starfað og starfa í félagsmálum af einhverju tagi vita að aðeins hluti þess sem er gert er sýnilegt. Þetta er eins og með ísjakann að aðeins lítill hluti sést á yfirborðinu.

Niðurtröppun á greiðslumarki sauðfjárbænda var mikið í umræðunni á síðastliðnu ári sem og árin á undan. Fram hefur komið í greinaskrifum bænda og formanns búgreinadeildar sauðfjárbænda að söguleg sátt náðist um þetta tiltekna mál. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda og því mikil vonbrigði þegar matvælaráðherra hafnaði beiðni bænda um að stöðva niðurtröppun sem gekk núna í gegn um áramót.

Í þessu máli fóru Bændasamtökin fram með miklum krafti. Stjórn BÍ óskaði eftir því við framkvæmdanefnd búvörusamninga að nýta heimild nefndarinnar, skv. 7. gr. reglugerðar nr. 144/2022 um stuðning við sauðfjárrækt, til að færa fjármuni milli einstakra samningsliða. Þar er átt við að færa 20% framlaga ársins 2023 til býlisstuðnings, ullarnýtingar og fjárfestingarstuðnings yfir á beingreiðslur ársins. Tillagan felur í sér að um helmingur niðurtröppunar greiðslumarks verði fluttur til baka og þannig minnka áhrif niðurtröppunar á greiðslumarkið.

Matvælaráðuneytinu hafði þó ítrekað verið bent á möguleika þann að rýmka reglugerðina þannig að hægt væri að flytja alla upphæðina aftur yfir á greiðslumarkið. Fundað var um málið 14. desember sl. og aftur viku seinna. Ekki náðist samstaða um þessa túlkun reglugerðar af hálfu matvælaráðuneytis og því farin sú leið að skjóta því til gerðardóms.

Það má ýmislegt segja um málsmeðferð matvælaráðherra í þessu máli en í öllu falli eru það mikil vonbrigði að hún hafi hunsað skýran vilja Bændasamtakanna sem samkvæmt búvörulögum fara með samningsumboð bænda.

Ég vil þakka Bændasamtökum Íslands fyrir framgöngu sína í þessu máli og fylgja eftir samþykktum frá búgreinaþingi sauðfjárbænda. Ég hvet þau til að fylgja málinu fast eftir á komandi misserum og þannig standa með vilja bændanna sem standa þeim að baki.

Þökkum það sem vel er gert og Bændasamtökin hafa sannarlega unnið vel í þessu máli. Annað mál sem sauðfjárbændur ræða mikið og kom m.a. fram á búgreinaþingi sauðfjárbænda er hækkun á afurðaverði. Ég tel að Bændasamtökin hafi fylgt því máli vel eftir sem skilaði sér í hækkuðu afurðaverði síðastliðið haust. Réttlátt afurðaverð á að vera aðal baráttumál sauðfjárbænda hverju sinni.

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...