Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Píratar hafna breyttri landbúnaðartillögu um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum
Lesendarýni 23. júní 2016

Píratar hafna breyttri landbúnaðartillögu um frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum

Höfundur: Þórður Guðsteinn Pétursson
Píratar vinna eftir ákveðnum grunngildum. Í þessum grunngildum er lögð áhersla á að gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. 
 
Í þessu felst að píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillagan virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Þann 1. júní lauk atkvæðagreiðslu inni á heimasíðu pírata um hvort breyta ætti stefnu pírata í landbúnaðarmálum. Stefnu sem illa var ígrunduð að mati meirihlutans sem kusu um hana og höfnuðu henni. Stefnu sem m.a. innihéldu orðin „Innflutningur matvæla verði tollfrjáls í áföngum“. 
 
Fyrir liggur stefna pírata í landbúnaðarmálum. Sú stefna var samþykkt í apríl 2013 og gildir sú stefna því enn. Þannig virka nefnilega Píratar. Félagar í flokknum gera stefnuna, sem þingmenn flokksins, kosnir af fólkinu í landinu, vinna svo eftir. 
 
Stefna pírata í landbúnaðarmálum er m.a. sú að píratar vilja að ungt fólk sem hefur áhuga á að komast inn í greinina geti fengið hagstæð lán til jarðarkaupa og stækkunar búa eða fái hagstæða langtímaleigu eða kaupleigusamninga á ríkisjörðum.
 
-Styrkjakerfi landbúnaðarins verður að endurskoða frá grunni. Draga þarf úr framleiðslustyrkjum, sér í lagi til stórra iðnaðarbýla, og einbeita sér frekar að skattaafslætti fyrir bændur. Bændur geta sótt um verkefnatengda styrki til framþróunar og frumkvöðlastarfsemi til sveita, t.d. að virkja bæjarlækinn.  
-Vernda skal séríslenska búfjárstofna; s.s. forystufé, landnámshænur og sér í lagi íslensku geitina, t.d. með því að veita styrk af ákveðinni upphæð fyrir hverja skepnu.
 
Með þessa punkta má vinna áfram og sú vinna er í fullum gangi. Allir sem skráðir eru í Pírata halda áfram að koma með hugmyndir til að bæta stefnuna. Við vinnum ekki eftir fyrirfram ákveðinni leið. Við öflum okkur þekkingar á málefnum og komumst að upplýstri niðurstöðu. Við höldum málstofur og fundi þar sem við reynum að fá fagfólk til að upplýsa okkur um málefnin. Meðal annarra kom Guðni Ágústsson á landbúnaðarfund pírata í október 2015, fund sem að sjálfsögðu er aðgengilegur fyrir alla á Youtube en það er almenn regla að allir fundir pírata eru teknir upp. Þar upplýsti Guðni pírata um hreinleika íslensks landbúnaðar sem ber að hlusta á. Nú þegar eru tveir hópar pírata að sinna vinnu sem á að bæta stefnuna enn frekar. Þegar vinunni er lokið fer stefnan svo inn á netið þar sem allir skráðir píratar, sem nálgast nú 3.000 landsmenn, mega kjósa um stefnuna. Allir geta skráð sig inn á píratar.is og tekið þátt í að móta og kjósa um allar stefnur pírata. Ef stefnan er vel samin og ígrunduð bætir hún stefnuna sem nú þegar er til og er búin að liggja fyrir í rúm 3 ár. En ef hún er illa ígrunduð er það næsta víst að vel upplýstir píratar hafna þeirri tillögu, rétt eins og þeir höfnuðu því að leyfa óheftan innflutning á landbúnaðarvörum 1. júní síðastliðinn. 
 
Þórður Guðsteinn Pétursson
Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...