Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráðherra slær ryki í augun á bændum!
Lesendarýni 1. mars 2019

Ráðherra slær ryki í augun á bændum!

Höfundur: Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra leggur til að við afnemum leyfisveitingakerfi sem við reiðum okkur á til að verja heilbrigði búfjárstofna okkar og heilnæmi matvæla. Þetta er samkvæmt frumvarpi sem hann kynnti 20. febrúar sl.
 
Um leið og hann reynir að fullvissa okkur um að ekkert sé annað í stöðunni þá slær hann ryki í augun á mönnum og segir að farið verði í heilmiklar aðgerðir samhliða þessu. 
 
Aðgerðir sem vel á minnst væri flestar auðvelt að fara í án þess að afnema leyfisveitingakerfið.
 
Þetta eru líka aðgerðir sem við höfum enga vissu fyrir því að virki eða séu varanlegar.
 
Í stað þess að narta sífellt af íslenskum bændum ættu stjórnvöld frekar að sjá sér hag í því að gefa frekar í þegar kemur að íslenskri landbúnaðarframleiðslu.
 
Þetta eru staðreyndir sem skipta máli:
  • Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta ógn við lýðheilsu í heiminum. Sú ógn hefur farið ört vaxandi.
  • Ísland hefur frábæra stöðu. Viljum við í alvörunni fórna henni til þess eins að stórkaupmenn Íslands geti grætt meiri pening á íslenskum neytendum?
  • Búfjársjúkdómar sem hingað til lands bárust með misráðnum innflutningi hafa ýmist verið upprættir eða þeim haldið í skefjum með markvissu varnarstarfi af hálfu bænda.

Okkur er sagt að aðrir og mikilvægari hagsmunir trompi allt það sem hér hefur verið rakið. Það gæti haft svo svakalega slæm áhrif á sjávarútveginn ef að stjórnvöld myndu reyna að taka slaginn með landbúnaðinum.
 
Fólk verður að hafa okkur sauðfjárbændur afsakaða. Okkur sem höfum upplifað stöðugan tekjusamdrátt á einu mesta hagvaxtarskeiði þjóðarinnar. Hafið okkur afsakaða meðan við neitum að taka þátt í því að vera þröngvað enn nær bjargbrúninni á meðan við horfum á kvótagreifana á snekkjum úti á sjóndeildarhringnum!
 
Allt það sem við höfum barist fyrir, allt það sem við höfum unnið fyrir og allt það sem við skuldum næstu kynslóðum má ekki verða kastað á glæ til þess eins að þeir allra ríkustu á Íslandi verði enn ríkari!
 
Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu.
Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...