Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samningur Noregs og Bretlands um viðskipti með landbúnaðarvörur
Lesendarýni 5. júlí 2021

Samningur Noregs og Bretlands um viðskipti með landbúnaðarvörur

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Nú í byrjun júní voru undir­ritaðir samningar um viðskipti milli Bretlands annars vegar og Noregs, Íslands og Lichtenstein hins vegar. Samningurinn við Ísland hefur víða verið til umræðu en fróðlegt er að taka samninginn við Noreg líka til skoðunar.

Í fréttatilkynningu frá norskum stjórnvöldum þann 4. júní sl. eru helstu atriði samningsins reifuð. Í henni er greint frá því að samningurinn feli ekki í sér neina nýja tollkvóta fyrir ost, nautakjöt og kindakjöt. Þar er m.a. haft eftir Olaug V. Bollestad, landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, að í þessum mikilvæga fríverslunarsamningi hafi tekist að gæta hagsmuna landbúnaðar sem stundaður er á landsbyggðinni og sem byggir á grasnytjum.

Enn fremur er haft eftir Bollestad að þrátt fyrir móðgandi (offensive) kröfur frá bresku samninganefndinni hafi engir nýir kvótar verið veittir fyrir innflutningi á viðkvæmum afurðum eins og nautakjöti, kindakjöti og mjólkurafurðum. Þetta sé sú framleiðsla sem skiptir sköpum til að ná markmiði stjórnvalda um að landbúnaður sé stundaður um allt land.

https://www.regjeringen.no/no/aktuelt/ny-frihandelsavtale-med-storbritannia-gir-avklaring-om-handel-med-landbruksprodukter/id2857118/

Þetta er framleiðsla sem veitir ekki aðeins mikilvæg störf í landbúnaði, heldur stuðlar einnig að atvinnu í matvælaiðnaði og öðrum fyrirtækjum sem háð eru greininni, segir ráðherrann enn fremur.

Gert var ítarlegt mat á áhrifum veittra innflutningskvóta á land­búnað og matvælaiðnað segir Bollestad. Útgangspunkturinn var að veita innflutningskvóta fyrir vörur þar sem Noregur hefur þegar innflutningsþörf eða þar sem kvótinn er á tímabilum utan þess sem norsk framleiðsla annar eftirspurninni. Bretland fékk aðeins kvóta sem ESB hefur nú þegar. Sumir kvótanna sem Bretum eru veittir eru kvótar sem ESB nýtir nú að litlu leyti vegna takmarkaðs áhuga á norska markaðnum.

Verður að gefa eitthvað til að fá samning

Svo er það í öllum viðræðum að við verðum að gefa eitthvað til að ná samkomulagi, segir ráðherrann síðan. Kvótar voru veittir fyrir 100 tonn af svínakjöti og 100 tonn af skinku. (Hér má skjóta inn að Norðmenn eru 15x fleiri en Íslendingar.) Að auki voru veitt 50 tonn af svínarifjum fyrir desembermánuð þegar venjulega er um innflutning að ræða. Einnig 120 tonn af pylsum og 158 tonn af alifuglum. Alls nemur þessi kvóti innan við tveimur prómillum af norskri kjötframleiðslu.

Við gerð bráðabirgða­samn­ingsins við Noreg fengu Bretar 299 tonna ostakvóta gegn samsvarandi samdrætti í ostakvóta ESB. Þessum kvóta verður haldið áfram í fasta samningnum. Samningurinn við Bretland þýðir einnig að fjórir breskir ostar með landfræðilega upprunamerkingu bætast á listann yfir fasta osta með krónutollum. Á móti fá Norðmenn tollfrjálsa kvóta fyrir fjórar afurðir, þar á meðal 513 tonn af osti.

Erna Bjarnadóttir
verkefnisstjóri og
hagfræðingur hjá MS

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...