Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mynd 1 . Í hnotskurn sýnir reynslan frá Skotlandi að sjálfsáning stafafuru getur haft mikil áhrif á lífríki og landslag. Hún nær hins vegar óvíða góðum vexti og er einna helst notuð sem efniviður fyrir þilplötugerð, sem  er rýr tekjulind. 
Mynd 1 . Í hnotskurn sýnir reynslan frá Skotlandi að sjálfsáning stafafuru getur haft mikil áhrif á lífríki og landslag. Hún nær hins vegar óvíða góðum vexti og er einna helst notuð sem efniviður fyrir þilplötugerð, sem er rýr tekjulind. 
Mynd / Sveinn Runólfsson
Lesendarýni 2. desember 2021

Stafafura – reynsla Skota

Höfundur: Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds

Í undirbúningi er stórfellt átak í ræktun stafafuru hér á landi á vegum Skógræktarinnar og hefur almenningur verið hvattur til að safna fræi í þetta verkefni. Því fylgir hins vegar mikil áhætta með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum og fjölþættum öðrum hagsmunum sem taka þarf tillit til. 

Dvínandi vinsældir stafafuru  

Margt er hægt að læra af reynslu annarra þjóða og í heimsókn fyrri höfundar þessarar greinar til  Skotlands í haust notaði hann tækifærið til að kynna sér gróðursetningu, vöxt og nýtingu stafafuru þar í landi. Eftirfarandi upplýsingar bárust síðan frá umhverfisskógfræðingi stofnunar sem hefur umsjón með þjóðskógum Skotlands, með þeim fyrirvara að við slíkum spurningum væri ekki til neitt einfalt svar.

Áður fyrr tíðkaðist það í Skotlandi að gróðursetja stafafuruna í lífrænan jarðveg, einkum mýrar. Algengt var að planta sitkagreni með því. Það var gert í þeirri trú að stafafuran myndi næra sitkagreni með köfnunarefni en síðan lúta í lægra haldi þegar grenið færi að yfirskyggja furuna.

Á öðrum svæðum var stafafuran gróðursett í einræktun, en það var einkum gert þar sem jarðvegur var ófrjór og sömuleiðis í djúpar mýrar þar sem bæði þurfti framræslu og umfangsmikla jarðvinnslu. Stafafuran óx illa í slíkum jarðvegi, og nú er verið að fella hana til að  endurheimta lífríki þessara búsvæða. 

Það er aðeins á örfáum svæðum í Skotlandi sem stafafura hefur verið gróðursett í góðan jarðveg sem megintegund til viðarframleiðslu. Gert var ráð fyrir að við slíkar aðstæður gætu þessi tré vaxið vel og gefið af sér nógu gilda boli fyrir timbur. Þar kemur þó til mikill munur eftir kvæmum. Best löguðu trén eiga uppruna sinn í Alaska eða á svæðinu með Skeena ánni, en fljótvöxnustu trén eru frá strandhéruðum. Þau vaxa hratt en eru illa löguð, þannig að þótt stofninn geti orðið nógu gildur verður hann sjaldan nógu beinn til að vera sögunarhæfur til framleiðslu á timbri. Vindskemmdir spilla einnig notagildi stafafurunnar.

Annað stórt vandamál sem nú hefur komið í ljós í Skotlandi er að stafafuran er mjög viðkvæm fyrir sveppasjúkdómnum Dothistroma Septisporum sem getur eyðilagt barrið og drepið trén (Mynd 1). Þetta getur einnig haft áhrif á aðliggjandi tré og þar með skaðað upprunalega skoska furuskóga, en þeir eru undir sérstökum verndunaráætlunum vegna mikilvægi þeirra fyrir líffræðilegra fjölbreytni. Meðal annars þess vegna er verið  að fjarlægja stafafurur úr skoskum skógum í stórum stíl. Enn fremur er lögð mikil áhersla á endurheimt þarlendra trjátegunda og fjölbreytt vistkerfi. Vaxandi umræða er einnig um sjálfsáningu sitkagrenis sem hefur mikil áhrif á lífríki og landslag. (Mynd 2). 

Þessi tengiliður okkar bætti því við að á Írlandi væri enn verið að gróðursetja stafafuru til að rækta lífmassa til framleiðslu á viðareldsneyti. Slík ræktun væri hins vegar orðin mjög umdeild. 

Mynd 3. Sjálfsáð stafafura í Austur-Skaftafellssýslu. Ef ekki er höfð stjórn á útbreiðslu stafafuru er hætt við að í stað fjölskrúðugra vistkerfa vaxi víða upp fábreytnari barrskógar, til mikils tjóns fyrir líffræðilega fjölbreytni.  Mynd / Pawel Wasowicz

Reynsla Skotlands og íslenskur veruleiki

Í hnotskurn sýnir reynslan frá Skotlandi að stafafura getur vaxið nánast hvar sem er. Hún nær hins vegar óvíða góðum vexti og er næstum alltaf notuð sem efniviður fyrir þilplötugerð, sem  er rýr tekjulind (Mynd 1). Vandamál með sjúkdóma og ásókn inn í náttúruleg skóglendi hafa leitt til þess að víða er verið að fjarlægja stafafuruna og það er orðið sjaldgæft að hún sé gróðursett þar. Sömu sögu er að segja frá fleiri löndum, til dæmis Nýja-Sjálandi sem við fjölluðum um nýverið hér í Bændablaðinu.

Mynd 2. Stafafuruskógur sem varð sveppasýkingunni að bráð. Hver yrðu örlög íslenskra furuskóga ef slík sýking bærist til landsins? Mynd / Roger Crofts

Það er full ástæða til að fara með gát í notkun stafafuru hér á landi. Það blasir raunar við víða um land að með hlýnandi loftslagi og auknum fjölda kynþroska trjáa fer geta hennar til sjálfsáningar hraðvaxandi (Myndir 3 og 4).  

Áætlanir um stórfellda ræktun stafafuru, sem fela í sér aukna útbreiðslu hennar, þurfa því að byggja á heildrænu mati á langtímaáhrifum hennar á náttúru Íslands. Á meðan slíkt mat er ekki fyrir hendi verður varúðarreglan að gilda. 

Sveinn Runólfsson 

og Andrés Arnalds

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...