Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
„Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir.
„Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir.
Lesendarýni 31. maí 2024

Þekking og reynsla Katrínar

Höfundur: Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og lífrænn bóndi í Vallanesi.

Forsetakosningar eru fram undan sem ávallt er merkur og mikilvægur atburður í lýðræðissamfélagi.

Eygló Björk Ólafsdóttir.

Nú fer fram spennandi kosningabarátta og við erum heppin hvað margir virðast hafa áhuga á þessu embætti, margir gæddir hæfileikum sem þess virði
er að máta við embættið. Ýmsar hugsanir koma fram í þessu ferli hjá okkur sem veljum okkur forseta. Sumar draumkenndar eða beinlínis skemmtilegar, en aðrar meira niðri á jörðinni. Það eru ekki alltaf jólin. Við þekkjum það öll að upp geta komið krísur þar sem á reynir, umfram allt sem við hefðum getað ímyndað okkur.

Í mínum huga þarf sú manneskja sem kosin er til embættis forseta Íslands að vera traustsins verð í víðum skilningi. Manneskja sem virðing er borin fyrir, manneskja sem ber virðingu fyrir öðrum. Er góður talsmaður þjóðarinnar og vitnisburður um íslenska menningu og tungu. Góð fyrirmynd og þeim kostum gædd að geta byggt brýr á milli fólks. Manneskja sem getur dregið athygli að málum með framkomu sinni, samskiptum og innihaldi.

Katrín Jakobsdóttir er ein þessara frambjóðenda og sú sem ég tel að hafi hvað mest fram að færa í þetta embætti. Þekking hennar á gangverki stjórnmálanna og praktískum atriðum um okkar kerfi er ótvíræð og djúp eftir langa veru á þingi, sem ráðherra menntamála og nú í seinni tíð sem forsætisráðherra.

Sterkt tengslanet hennar nær langt út fyrir landsteinana innan stjórnmálanna sem og alþjóðlegra stofnana. Rætur hennar í bókmenntum og menningu er lykilatriði í hlutverki sem forseti Íslands gegnir dag frá degi og varðar ekki síst tungumálið okkar.

Á þetta mun svo sannarlega reyna þegar fólk af ólíkum þjóðernum sest hér að í vaxandi mæli og við öll í daglegu lífi og störfum þurfum að leggja áherslu á að það aðlagist betur að íslensku samfélagi.

Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin.

Ég er þess fullviss að Katrín muni leggja þeirri hugsjón lið eins og í hennar valdi stendur ef hún yrði kosin til þessa háa embættis. Mér finnst mikilvægt að hafa Katrínu Jakobsdóttur í þjónustu við þjóðina og er þakklát henni fyrir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún er sá frambjóðandi sem ég treysti best til að vinna að öllum þessum markmiðum og takast á við framtíðina með leiðtogahæfileikum sínum, þekkingu og sinni víðtæku reynslu.

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...

Gróska eða stöðnun?
Lesendarýni 7. nóvember 2024

Gróska eða stöðnun?

Árið 2018 vann KPMG skýrslu fyrir þáverandi landbúnaðar­ráðherra þar sem sviðsmy...

Þjóðarátak í samgöngumálum
Lesendarýni 6. nóvember 2024

Þjóðarátak í samgöngumálum

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þegar kemur að samgöngumálum. Vegakerfi la...

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar
Lesendarýni 5. nóvember 2024

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar

Íslendingar eru og hafa ætíð verið landbúnaðarþjóð. Ræktun lands og nytjar hafa ...

Kvenfélagið Freyja 90 ára
Lesendarýni 1. nóvember 2024

Kvenfélagið Freyja 90 ára

Það var í júní árið 1934 sem nokkrar konur komu saman að Krossi í Austur-Landeyj...

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni
Lesendarýni 31. október 2024

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni

Landsbyggðin lifi leitar eftir samstarfi við framfarafélög, þorp, bæjarfélög eða...