Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
„Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir.
„Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir.
Lesendarýni 31. maí 2024

Þekking og reynsla Katrínar

Höfundur: Eygló Björk Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og lífrænn bóndi í Vallanesi.

Forsetakosningar eru fram undan sem ávallt er merkur og mikilvægur atburður í lýðræðissamfélagi.

Eygló Björk Ólafsdóttir.

Nú fer fram spennandi kosningabarátta og við erum heppin hvað margir virðast hafa áhuga á þessu embætti, margir gæddir hæfileikum sem þess virði
er að máta við embættið. Ýmsar hugsanir koma fram í þessu ferli hjá okkur sem veljum okkur forseta. Sumar draumkenndar eða beinlínis skemmtilegar, en aðrar meira niðri á jörðinni. Það eru ekki alltaf jólin. Við þekkjum það öll að upp geta komið krísur þar sem á reynir, umfram allt sem við hefðum getað ímyndað okkur.

Í mínum huga þarf sú manneskja sem kosin er til embættis forseta Íslands að vera traustsins verð í víðum skilningi. Manneskja sem virðing er borin fyrir, manneskja sem ber virðingu fyrir öðrum. Er góður talsmaður þjóðarinnar og vitnisburður um íslenska menningu og tungu. Góð fyrirmynd og þeim kostum gædd að geta byggt brýr á milli fólks. Manneskja sem getur dregið athygli að málum með framkomu sinni, samskiptum og innihaldi.

Katrín Jakobsdóttir er ein þessara frambjóðenda og sú sem ég tel að hafi hvað mest fram að færa í þetta embætti. Þekking hennar á gangverki stjórnmálanna og praktískum atriðum um okkar kerfi er ótvíræð og djúp eftir langa veru á þingi, sem ráðherra menntamála og nú í seinni tíð sem forsætisráðherra.

Sterkt tengslanet hennar nær langt út fyrir landsteinana innan stjórnmálanna sem og alþjóðlegra stofnana. Rætur hennar í bókmenntum og menningu er lykilatriði í hlutverki sem forseti Íslands gegnir dag frá degi og varðar ekki síst tungumálið okkar.

Á þetta mun svo sannarlega reyna þegar fólk af ólíkum þjóðernum sest hér að í vaxandi mæli og við öll í daglegu lífi og störfum þurfum að leggja áherslu á að það aðlagist betur að íslensku samfélagi.

Fyrir okkur sem stundum landbúnað og matvælaframleiðslu með umhverfisvænum hætti hefur Katrín Jakobsdóttir verið viss aflvaki enda eru umhverfismál henni hugleikin.

Ég er þess fullviss að Katrín muni leggja þeirri hugsjón lið eins og í hennar valdi stendur ef hún yrði kosin til þessa háa embættis. Mér finnst mikilvægt að hafa Katrínu Jakobsdóttur í þjónustu við þjóðina og er þakklát henni fyrir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún er sá frambjóðandi sem ég treysti best til að vinna að öllum þessum markmiðum og takast á við framtíðina með leiðtogahæfileikum sínum, þekkingu og sinni víðtæku reynslu.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...