Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tölum af virðingu um landbúnaðinn og bændur
Lesendarýni 28. júlí 2016

Tölum af virðingu um landbúnaðinn og bændur

Höfundur: Hólmgeir Karlsson

Mér fellur illa umræðan nú um landbúnaðinn okkar. Umræða sem nú spinnst útfrá fréttum um meint brot MS á samkeppnislögum.

Hólmgeir Karlsson.

Ég ætla hér ekki að fjalla um þessi meintu brot MS, því ég tel að það sé rétt að við fáum fyrst að vita hvort einhver hafi eitthvað brotið af sér. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur áður fellt úr gildi ákvörðun samkeppniseftirlitsins, sem nú tekur nákvæmlega sama málið upp aftur. Ég ætla hér ekki heldur að ræða fyrstu tilsvör forsvarsmanna MS, sem mér þykja þó afar vanhugsuð og óheppileg. Það sem mig langar að ræða er mikilvægi landbúnaðarins fyrir okkur neytendur, fólkið í landinu, og hvers vegna við eigum að fylkja okkur saman og standa vörð um þessa atvinnugrein.

Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Þessi grein er líka stunduð af strangheiðarlegu fólki, bændum landsins, og því margt afar vanhugsað og ósanngjarnt sem maður les nú á samfélagsmiðlum.

Við sem þjóð eigum að sjálfsögðu eins og allar aðrar þjóðir að hafa í forgang að tryggja okkar innlendu matvælaframleiðslu. Tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið að hafa stjórn á matvælaöryggi.

Þess utan er landbúnaðurinn forsenda byggðar á mjög stórum svæðum landsins. Landbúnaðarvörurnar okkar eru líka hollari og af meiri gæðum en gengur og gerist víðast hvar annars staðar. Landbúnaðurinn kemur einnig víða við í samfélaginu okkar. Þannig er hann t.d. ein af grunnforsendum þess að við getum stundað ferðamennsku með þeim hætti sem nú er gert.

Matvælaverð með því lægsta sem finnst í okkar vestræna heimi

Íslensk frameidd matvæli eru ekki einusinni dýr. Matvælaverð á Íslandi er með því lægsta sem finnst í okkar vestræna heimi þegar verðlag er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks. Og ef við skoðum það af skynsemi þá liggur þar einmitt hundurinn grafinn. Við getum ekki leyft okkur að hlaupa til og flytja inn vörur frá öðrum löndum þótt þær séu einhvers staðar ódýrari þá og þá stundina. Matvörur sem eru undirverðlagðar eða stórlega niðurgreiddar í því landi á þeim tíma. Matvörur sem framleiddar eru af fólki sem fær bara brot af þeim launum sem Íslendingar fá fyrir að vinna slíka vinnu. Ef við hlaupum eftir slíku þá lifir engin framleiðsla hér til lengdar og er löngu komin á hausinn þegar við svo virkilega þurfum á henni að halda. Svona hentistefna sæmir ekki siðmenntaðri þjóð.

Hvað gengur versluninni til?

Matvöruverslunin í landinu er sá aðili sem mest elur á þessari skoðun, þ. e. að lækka megi matarverð hér með innflutningi. Sú er bara alls ekki raunin og eru margar ástæður fyrir því. Versluninni gengur það eitt til að ná stjórn á þessum vöruflokkum þannig að hún sé í stöðu til að ráða álagningunni og geta aukið sína afkomu. Ef það sem forsvarsmenn verslunar segja væri satt þá ætti vöruverð hér á fötum, skóm og ýmsum öðrum varningi að vera miklu lægra en það er í dag. Það hefur nefnilega aldrei verið sett nein hagræðingarkrafa á verslunina eða opinber verðlagning á innfluttar vörur.

Stuðningur við neytendur

Stuðningur við íslenskan landbúnað er stuðningur við neytendur. Þeir sem þekkja til vita að tilkoma stuðnings við landbúnaðinn er í raun stuðningur við neytendur. Lækkað verð á nauðsynjavörum sem komið var á til að bæta hag þeirra tekjulægri. Þeir sem það vilja vita, vita líka að landbúnaðurinn skilar samfélaginu til baka margfaldri þeirri upphæð sem í dag rennur til landbúnaðarins í formi beingreiðslna.

Hagkvæmari mjólkurvinnsla og lægra verð til neytenda

Það er heldur ekki að ástæðulausu að búvörulög voru sett, lög sem heimila mjólkurvinnslufyrirtækjunum með verkaskiptingu og samvinnu, að vinna að hagsmunum bænda og neytenda. Ástæðan er afar einföld, með þessu móti má ná fram mun hagkvæmari mjólkurvinnslu og lægra verði til neytenda á hollum gæðavörum landbúnaðarins. Þessu hafa líka fylgt miklar kvaðir fyrir bændur þar sem greinin hefur verið undir opinberri verðlagningu allan þann tíma. Gegnum þá verðlagningu hefur verið tryggt mikið aðhald á greinina og stórar hagræðingarkröfur verið settar fram sem skilað hafa neytendum og bændum mjög miklu. Leggjumst á sveif með bændum nú og tökum upplýsta umræðu um landbúnaðinn, gildi hans fyrir samfélagið og neytendur áður en við köstum okkur á þennan sleggjudómavagn sem tröllríður fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...