Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Frosinn heill úkraínskur og íslenskur kjúklingur eru á sama verði í matvörubúð. „Það er ekki þannig að öll lönd í Evrópu felldu niður tollmúra sína og leyfðu úkraínskum landbúnaðarvörum að fljóta yfir landamæri.“
Frosinn heill úkraínskur og íslenskur kjúklingur eru á sama verði í matvörubúð. „Það er ekki þannig að öll lönd í Evrópu felldu niður tollmúra sína og leyfðu úkraínskum landbúnaðarvörum að fljóta yfir landamæri.“
Lesendarýni 12. júlí 2023

Um innflutning á kjúklingi og öðrum landbúnaðarvörum frá Úkraínu

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar

Hvers vegna viljið þið samþykkja lög sem hafa þær afleiðingar að gera út af við innlenda matvælaframleiðslu?

Þórarinn Ingi Pétursson.

Þetta á að vera spurningin sem fjölmiðlar landsins eiga að spyrja þá sem hafa haft hvað hæst þegar kemur að áframhaldandi stuðningi við óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum frá Úkraínu. Það er staðreynd að nú þegar hefur niðurfelling á tollum á vörum frá Úkraínu haft veruleg áhrif á framleiðendur landbú naðarvara hér á landi.

Tölum um staðreyndir

Tollvernd er ein af mikilvægu stoðum innlendrar matvælaframleiðslu. Með tollfrjálsum innflutningi á landbúnaðarafurðum frá landi eins og Úkraínu, sem er einn stærsti framleiðandi matvæla í Evrópu, er verið að kippa allri tollvernd úr sambandi. Hefði komið til áframhaldandi innflutnings er nokkuð víst að það hefði komið til með að gera út af við marga innlenda bændur. Á eftir kjúklingnum var á leiðinni til landsins svína- og nautakjöt auk mjólkurdufts. Allt þetta hefði raskað verulega innlendum markaði til framtíðar. Við getum reiknað með því að tollfrjáls innflutningur á kjúklingakjöti, nautakjöti, svínakjöti og mjólkurdufti hefði lagt innlenda framleiðslu að velli á einu til tveimur árum.

Það er ekki þannig að öll lönd í Evrópu felldu niður tollmúra sína og leyfðu úkraínskum landbúnaðarvörum að fljóta yfir landamæri. Tollaniðurfelling íslenska ríkisins gekk mun lengra en tollaniðurfelling ESB. Tollaniðurfelling ESB tók ekki til allrar tollskrár ESB heldur takmarkaðist niðurfellingin til tolla eins og þeir voru skilgreindir í sérstökum samningi milli ESB og Úkraínu. Auk þess voru sett ákveðin skilyrði fyrir niðurfellingu tolla ásamt því að sett var sérstök varúðarregla sem fól í sér að ef innflutningur frá Úkraínu myndi valda eða væri líklegur til þess að valda framleiðendum landbúnaðarvara tjóni þá væri mögulegt að endurvekja tollana í samræmi við fyrri samninga. Þá má auk þess benda á að Noregur og Sviss felldu ekki niður tolla á vörur frá Úkraínu.

Af hverju þarf Ísland í þessu samhengi þá að vera „stærsta land í heimi“?

Hvers vegna segjum við nei við óheftum innflutningi?

Við sem smáþjóð þurfum að standa vörð um innlenda framleiðslu og fyrir því eru fleiri en ein ástæða. Fyrst má þar nefna mikilvægi þess að halda framleiðslunni innanlands vegna allra þeirra starfa sem hún skapar, fyrir utan þá staðreynd að við viljum halda við innlendum landbúnaði og matvælaframleiðslu í landinu. Þá þurfum við einnig að huga að sjálfbærni og heilnæmi landbúnaðarvara. Auk þess skilur innlend framleiðsla eftir sig minna kolefnisspor en innflutt. Það er hreint ótrúlegt að þurfa að verja þá skoðun að standa vörð um innlenda framleiðslu, það svo skömmu eftir heimsfaraldur Covid sem vakti okkur hressilega upp er varðar fæðuöryggi og mikilvægi sjálfbærni.

Það liggur í augum uppi að íslenska þjóðin er ekki að fara að bjarga úkraínskum landbúnaði með táknrænum aðgerðum sem þessum, enda vegur það magn sem hingað er flutt inn frá Úkraínu ekki þungt á þeirra markaði. Aftur á móti hefði orðið áframhald á innflutningi með þessum hætti hefði það leitt til þess að fjöldi innlendra búa hefði fljótlega lagt upp laupana. Íslenskum bændum er hér stillt upp í samkeppni við stórfyrirtæki á heimsvísu sem eiga fátt sameiginlegt með íslenskum bændum og eru þeir hér í samanburði eins og agnarsmátt sandkorn í alheiminum en eiga þó að bera þungar byrðar.

Það eru til aðrar leiðir

Það má ekki verða þannig að táknrænar aðgerðir Íslands í alþjóðasamfélaginu kippi hreinlega stoðunum undan heilli atvinnugrein hérlendis. Við sem samfélag höfum aðrar leiðir til þess að sýna táknrænan stuðning, það hefur m.a. verið gert þegar Alþingi samþykkti nýverið að kaupa færanlegt neyðarsjúkrahús fyrir Úkraínu.

Undirritaður telur skynsamlegt að fara að fordæmi Norðmanna sem tóku ákvörðun um að styrkja Úkraínu með öðrum hætti. Það eru til fleiri leiðir til þess að styðja við úkraínsku þjóðina sem eru ekki þess valdandi að gera út af við innlenda matvælaframleiðslu, veljum frekar skynsamar leiðir.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...