Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þekkingaröflun
Mynd / Bbl
Skoðun 19. júní 2020

Þekkingaröflun

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hugtakið vísindi felur í sér leit að þekkingu en það hefur ekki nokkur maður rétt á að fela ágiskanir og óskhyggju á bak við þetta hugtak þótt það sé gert í stórum stíl. 
 
Hversu oft heyrum við ekki í fréttum að stjórnmálamenn, stofnanir og talsmenn risafyrirtækja segi hitt og þetta byggt á vísindum til að færa mál sitt í búning sem ekki er ætlast til að almenningur gagnrýni.  Hugtakið vísindi getur hins vegar aldrei verið stimpill á að eitt eða annað séu staðreyndir, ef ekki er hægt að sýna fram á það á óyggjandi hátt. 
 
Margir hafa flaskað á þessu í gegnum tíðina og nýlegt dæmi er að ráðuneyti umhverfismála, ráðherra, þingmenn og margir fleiri hafi beitt vísindahugtakinu fyrir sig í tali um votlendi. Fullyrt hefur verið í mörg ár að votlendi standi fyrir um 60 til rúmlega 70 prósenta af losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum. Þegar gengið var eftir vísindalegum sönnunum fyrir þessum fullyrðingum var fátt um svör. Það kom hins vegar í ljós að engar tilraunir eru gerðar með vísindamælingum til að sýna fram á að mokstur í einstaka framræsluskurði skili raunverulegum árangri í að minnka losun. Menn vita ekki heldur með neinni vísindalegri vissu hversu skurðakerfi landsins er viðamikið. Ekki heldur hvernig jarðvegssamsetning er á þeim stöðum sem skurðir hafa verið grafnir. Einnig hefur ekkert mat verið lagt á hversu víðfeðmt skurðakerfi er þar sem skurðir eru orðnir svo gamlir að landið á viðkomandi stöðum sé mögulega hætt að losa gróðurhúsalofttegundir. 
 
Þrátt fyrir að óyggjandi vísindaleg þekking sé ekki til staðar hafa menn óhikað haldið á lofti fullyrðingum um losun framræsts lands á Íslandi. Þær fullyrðingar hafa síðan verið notaðar sem rök til að ausa stórfé úr sjóðum ríkisins til þess meðal annars að moka ofan í skurði.  
 
Í ljósi þessa ber að fagna því að nú skuli Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert aðgengilegt á sérstökum vef skurdakortlagning.lbhi.is, vinnu við að endurhnita skurðakerfi landsins. Tilgangurinn með því er að endurbæta eldra skurðakort, sem byggði að mestu á gervihnattamyndum frá árabilinu 2004 til 2008, og hins vegar að leggja mat á þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu frá 2008 til 2018. 
 
Þarna er sannanlega verið að beita vísindum til að auka þekkingu okkar á einum snertifleti í umræðum um votlendi á Íslandi. Í kjölfarið hljóta menn að afla upplýsinga um raunverulega lengd skurðakerfisins sem fullyrt er af umhverfisráðuneytinu að séu „hið minnsta“ 34 þúsund kílómetrar. Einnig hljóta menn að afla vísindalegra upplýsinga um jarðvegsgerð á þeim svæðum sem skurðirnir hafa verið grafnir og mögulega gaslosun jarðvegs sem þurrkaður hefur verið upp á hverjum stað. 
 
Án vísindalegra mælinga og upplýsinga um þessa hluti er vart hægt að líta á  full­yrðingar um losun framræsts lands á Íslandi öðruvísi en blekkingarleik til að opna á aðgengi að peningum úr ríkissjóði. Sama ríkissjóði og var óspart notaður til að ræsa fram þetta sama land, oft af meira kappi en forsjá, og stundum í illa skilgreindum tilgangi á árum áður. 
 
Sjómenn hafa í gegnum tíðina oft gagnrýnt margvíslegar aðgerðir við fiskveiðistjórnun við Ísland sem sagðar eru byggja á vísindum. Getur t.d. verið að of stór þorskstofn hafi leitt til hruns í humarstofninum við sunnanvert landið? Ef það er líklegt, mætti þá ekki á forsendum „vísindaþekkingar“ sjómanna stórauka veiðar tímabundið á þorski til að létta undir með ríkissjóði á næstu misserum við að rétta af hallann vegna COVID-19? 
Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...