Brennivín sem ilmar af sveitinni
Nýverið kom á markað nýtt handgert íslenskt brennivín frá fyrirtækinu Brunni Distillery sem ber nafnið Þúfa og er skírskotun í íslenska sveit. Upprunalega átti vínið að heita Heyskapur enda er reyrgresi uppistaða sem bragðefni vínsins sem gefur mjúkt og gott heybragð af brennivíninu.