Eflum eldvarnir á heimilum í dreifbýli
Heimili í dreifbýli eru yfirleitt þannig í sveit sett að langt er í næstu slökkvistöð og útkallstími slökkviliðs því langur ef eldur kemur upp og aðstoðar er þörf.
Heimili í dreifbýli eru yfirleitt þannig í sveit sett að langt er í næstu slökkvistöð og útkallstími slökkviliðs því langur ef eldur kemur upp og aðstoðar er þörf.
Á hverju ári verða því miður alvarlegir eldsvoðar í landbúnaði. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir helstu áhættuþáttum vegna elds á hverju býli og gera ráðstafanir til að draga úr eldhættu. Til þess eru ýmsar leiðir.
Nær þriðjungur bænda, eða rúmlega 30 prósent, telja að ekki sé nægur og greiður aðgangur að slökkvivatni í nálægð við útihús, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að stór hluti bænda býr í talsverðri fjarlægð frá næstu slökkvistöð og getur því liðið talsverður tími frá því slökkvil...
Talsverðar brotalamir eru á eldvörnum í úti- og gripahúsum bænda hér á landi samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið síðastliðið vor. Ljóst er að ástand viðvörunarbúnaðar, brunahólfunar og slökkvibúnaðar er slæmt hjá mörgum. Þannig segja 62 prósent bænda að ástand viðvörunarbúnaðar sé frekar slæmt eða mjög slæmt og þar af segja 42...