Útþynnt ólífuolía, úldið kjöt og aukaefni í fiski
Undanfarna mánuði hefur komið í ljós að þúsundir tonna af skemmdum matvælum og matvælum með röngum upprunamerkingum er að finna í verslunum í Evrópu og víðar um heim. Samstarfshópur Europol og Interpol, sem kallast OPSON VI, vinnur að rannsókn matvælaglæpa.