„Þetta voru þáttaskil í heyskap“
Eftir seinni heimsstyrjöld byrjaði að koma skriður á vélvæðingu í íslenskum landbúnaði. Þorgils Gunnlaugsson man vel eftir því þegar nýr Farmall A kom á Sökku í Svarfaðardal árið 1946, þegar hann var fjórtán ára. Sú vél breytti miklu þegar kom að heyskap, en fram að því höfðu verið notaðar hestasláttuvélar og handafl.