Fjárborg frístundabænda hefur lifað góðu lífi í Reykjavík í rúma hálfa öld
Sveinbjörn Guðjohnsen, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur, segir að skemmtilegur og krúttlegur frístundabúskapur sé stundaður í Fjárborg í Reykjavík, rétt austan við Rauðavatn. Þar eru um 40 sjarmerandi hús sem fjáreigendum í Reykjavík var úthlutað af Geir Hallgrímssyni fyrir um 50 árum.