Skylt efni

fjörunytjar

Ofurfæða úr fjörunni
Fréttir 27. ágúst 2020

Ofurfæða úr fjörunni

Sögur útgáfa gaf á dögunum út bókina Íslenskir matþörungar – ofurfæða úr fjörunni. Þar er fjallað á hagnýtan hátt um hvernig tína má matþörunga, verka þá og matreiða – auk þess sem í ritinu er að finna mikinn fróðleik um þá; bæði sögulegan fróðleik og svo líffræðilegar upplýsingar um þessar undirstöðulífverur á jörðinni.