Skurðasprengingar til framræslu
Framræsla votlendis þótti á sínum tíma mikið framfaraskref í landbúnaði til heilla og sveitum landsins mikil lyftistöng. Framfaratrú í kjölfar tækninýjunga var mikil og sjálfsagt þótti að bæta landkosti samkvæmt þeirra tíma mælikvarða. Ýmsar aðferðir voru reyndar og notaðar við framræsluna þar á meðal að sprengja fyrir skurðum með dínamíti.