Grunnvatn á þrotum
Lindir og vatnsæðar sem áður hleyptu lífi í borgir og ræktarland Ameríku ganga óðar til þurrðar. Óhóflegri vatnsnotkun er um að kenna og gera loftslagsbreytingar vandann enn verri.
Lindir og vatnsæðar sem áður hleyptu lífi í borgir og ræktarland Ameríku ganga óðar til þurrðar. Óhóflegri vatnsnotkun er um að kenna og gera loftslagsbreytingar vandann enn verri.
Næstum helmingur jarðarbúa stendur frammi fyrir miklum vatnsskorti, að minnsta kosti einhvern hluta ársins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu UNESCO, Menntunar-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þá er því spáð að þetta ástand haldi áfram að versna og jafnvel talað um yfirvofandi kreppu í neysluvatnsmálum jarðarbúa.