Nýtt íbúðahverfi í kynningarferli í Grýtubakkahreppi
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur samþykkt að vísa skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Grenivíkurvegar í kynningarferli.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur samþykkt að vísa skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Grenivíkurvegar í kynningarferli.
„Þetta verður fínt skjól,“ segir Ásta F. Flosadóttir en hún og Þorkell Pálsson, bændur á Höfða í Grýtubakkahreppi, hafa reist svonefnt vorhús, skýli fyrir lambfé til nota svo ekki þurfi að hýsa allan skarann inni í fjárhúsi þegar vorhretin ganga yfir.
„Rökin fyrir 1.000 íbúa lágmarki finnast hvergi, Alþingi má aldrei setja slík mörk bara til að gera eitthvað,“ segir í ályktun sem sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur samþykkt, en hún hafnar alfarið lögþvingaðri sameiningu sveitarfélaga.
Grýtubakkahreppur hefur auglýst eftir aðilum sem áhuga hafa á að bjóða upp á heilsárs ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Til að styðja við heilsárs ferðaþjónustu eru einnig auglýst samhliða takmörkuð afnot af landi sveitarfélagsins til þyrluskíðamennsku frá hausti 2021.