Hatz – framleiddur í rúman áratug
Árið 1880 settu tveir bræður í Þýskalandi á stofn vélsmiðju undir fjölskylduheitinu Hatz. Fyrirtækið hóf framleiðslu á dráttarvélum um miðja síðustu öld en hætti því rúmum áratug síðar. Í dag sérhæfir Hatz sig í framleiðslu á dísilmótorum og varahlutum í landbúnaðartæki og mótorhjól.