Vonast eftir rigningu
Á Austurlandi hefur verið hlýtt og þurrt það sem af er sumri. Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi á Egilsstöðum á Völlum, segir túngrösin komin að skriði og er fyrri sláttur í fullum gangi. Á stöku stað, þar sem jarðvegsdýpt er lítil, eru túnin farin að skrælna.