Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændur heyja nú víða um land. „Maður óskar þess stundum að maður hefði aðra atvinnu – þá myndi maður njóta þess betur þegar það er gott veður,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum, en á meðan eiginmaðurinn, Sigbjörn Þór Birgisson, sló heimatúnið 17. júní naut bóndasonurinn, Pálmar Flóki, einstakrar veðurblíðunnar sem ríkt hefur á Austurlandi að undanförnu.
Bændur heyja nú víða um land. „Maður óskar þess stundum að maður hefði aðra atvinnu – þá myndi maður njóta þess betur þegar það er gott veður,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum, en á meðan eiginmaðurinn, Sigbjörn Þór Birgisson, sló heimatúnið 17. júní naut bóndasonurinn, Pálmar Flóki, einstakrar veðurblíðunnar sem ríkt hefur á Austurlandi að undanförnu.
Mynd / Herdís Magna Gunnarsdóttir
Fréttir 22. júní 2023

Vonast eftir rigningu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Austurlandi hefur verið hlýtt og þurrt það sem af er sumri. Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi á Egilsstöðum á Völlum, segir túngrösin komin að skriði og er fyrri sláttur í fullum gangi. Á stöku stað, þar sem jarðvegsdýpt er lítil, eru túnin farin að skrælna.

Heyskapur hófst 14. júní og segir Herdís það fyrr en gengur og gerist. Oftast hafa þau byrjað að slá eftir 17. júní. Þegar Bændablaðið hafði samband í byrjun vikunnar var úrkoma í kortunum. Herdís segir viðbúið að um leið og komi einhver væta þá missi þau grösin í skrið og þau spretti úr sér, sem myndi þýða næringarminna fóður. Herdís segir varnarviðbragð hjá grasinu í svona þurrkum að beina vextinum sem fyrst í að mynda fræ, sem kallast að fara í skrið. Við þennan hita bættist mikið rok snemmsumars, sem hafi þurrkað jarðveginn enn frekar. Vegna þess hversu sólríkt hefur verið, má reikna með að heyið verði mjög lystugt, þar sem grasið framleiðir mikinn sykur við þær aðstæður. Herdís er því bjartsýn á að heyforði vetrarins verði af miklum gæðum, þar sem þau náðu að slá í tæka tíð.

Sleppur í dýpri mold

Nokkur jarðvegsdýpt er á mörgum túnanna á Egilsstöðum, sem þýðir að moldin hefur náð að halda raka. Þar er uppskeran ágæt, þó grösin séu ekki eins blaðmikil og þau gætu orðið. Þar sem moldin er þynnri ber aðeins á að túnin séu byrjuð að skrælna. Herdís telur tjónið þó vera óverulegt á Egilsstöðum.

Túnin voru snemma fær fyrir vélar og komust þau því árla í vorverkin. Byggi var sáð í kringum mánaðamótin apríl-maí, og grasfræi og grænfóðri í lok fyrstu viku maí. Enn fremur báru þau túnáburðinn á um þetta leyti. Herdís vonast til að fá einhverja úrkomu til að kornið taki betur við sér.

Tíðarfarið ótrúlegt

Örlítil hitaskúr kom um þar síðustu helgi, en Herdís segir að vegna hitans gufaði vatnið upp á augabragði. Búið hennar stendur í jaðri byggðarinnar á Egilsstöðum og segir Herdís bæjarbúa hafa verið léttklædda þrátt fyrir skúrina.

„Maður óskar þess stundum að maður hefði aðra atvinnu – þá myndi maður njóta þess betur þegar það er gott veður,“ segir Herdís. Hún vill ekki kvarta, enda sé dásamlegt að fá svona sumarblíðu svona snemma í júní, en reiknar með að hún muni fagna meira en hinn almenni íbúi þegar fer að rigna.

Skylt efni: Hérað

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...