Hanomag – fyrsti traktorinn í Hnífsdal
Þýski vélaframleiðandinn Hannoversche Maschinenbau AG eða Hanomag hóf framleiðslu á gufuvélum fyrir járnbrautarlestir og skip árið 1835. Sjötíu árum síðar setti fyrirtækið á markað trukka og herbíla og 1912 steig fyrirtækið fyrsta skrefið í átt til landbúnaðar og hóf framleiðslu á vélknúnum plógi og tæki til að taka upp rófur í Þýskalandi.