Krafa viðskiptavina um græna nálgun eykst sífellt
„Við viljum standa fyrir eitthvað meira en að veita grundvallarþjónustu, svefnstað og mat. Krafa viðskiptavina um græna nálgun fyrirtækja eykst sífellt og það er jákvætt,“ segir Daníel Smárason, hótelstjóri hjá Hótel Akureyri. Hótelið ætlar að opna í júlí í sumar svonefnt Kálver og á sama tíma einnig nýjan veitingastað, SKO.